Síðdegisútvarpið

11. júní

Frá og með þriðjudeginum næstkomandi mega 300 manns koma saman í stað 150 manns áður og tveggja metra reglan breytist í eins metra reglu. Um leið lengist opnunartími veitingastaða um klukkustund svo frá þriðjudeginum mega staðir hafa opið til miðnættis og þurfa vísa gestum út ekki seinna en kl. 1. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu finnur vel fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á opnunartíma skemmtistaða og eru lögreglumenn sumir uggandi yfir tilhugsuninni um fara aftur í samt horf. Ásgeir Þórs Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu ræðir við okkur um málið.

Sjö sprotafyrirtæki kynntu verkefni sín á fjárfestadegi viðskiptahraðalsins Hringiðu í Grósku fyrr í dag.

Í tilkynningu frá Icelandic Startups segir ?Markmið Hringiðu hér rísi stór og stöndug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins,?. Við ætlum til okkar tvo aðstandendur verkefnisins Ánaburður en þau Sigurjón og Helena segja okkur allt um þetta ánamaðkaverkefni.

Á mánudaginn hefjast á rás 1 nýir spurningaþættir í umsjón okkar ástsælu Veru Illugadóttur. Í þáttunum leitar Vera logandi ljósi gáfnaljósi Íslands og verður keppendum víst ekkert gefið eftir þegar kemur erfiðum spurningum. Allir á landinu komu til greina sem mögulegir keppendur en hverjir ætli sitji eftir í loka úrtaki? Vera segir okkur betur frá því.

Okkar sívinsæli dagskrárliður Hvar hefurðu verið er einnig á dagskrá þessa föstudags og það er enginn annar en Sveppi sem kemur til okkar og segir okkur frá því hvar hann hefur verið síðustu vikur og mánuði ?

En við byrjum á Seiglunum sem er Hópur 29 kvenna sem er leggja af stað í siglingu í kringum landið á sunnudaginn á skútunni Esjunni. Markmið ferðarinnar er efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfi hafsins. Helena Óladóttir leiðangurstjóri er í símanum

Birt

11. júní 2021

Aðgengilegt til

11. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.