Síðdegisútvarpið

9. júní

Í dag myndaðist löng röð fyrir utan Laugardalshöll og stór hluti þeirra sem mættu, í von um bólusetningu, höfðu ekki fengið boð. Áætlað var um sex þúsund manns kæmust í dag en raðirnar voru enn langar þegar efnið tók klárast. Örtröðin hefur verið mikil og fólk í forgangi hefur kvartað undan því festast í röð með þeim sem eiga ekki boð. Við heyrum í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur hjúkrunarforstjóra Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um boðflennur í bólusetningar og hvernig er best haga þessum málum.

Er það satt sem stendur framan á Maltextrakt dósinni, það nærandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit, ekki nóg með það því það á einnig bæta meltingu. Vantar allt malt í þig hlustandi góður eða er það kannski fyrir bestu ef svo er. Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor í við matvæla og næringafræðideild.

Öldurhúsið, Röntgen, mun í sumar sjá um rekstur menningarhússins knæpunnar og veitingastaðarins Vagnsins á Flateyri. Stefnt er á allskyns uppákomur fyrir Vestfirðinga og eru margi skemmtikraftar væntanlegir í þorpið. Í kvöld verður opnað spænskt eldhús á Vagninum og Valdimar og Örn Eldjárn troða upp. En hvað er spænskt eldhús? Ásgeir Guðmundsson vert svarar því.

Í fyrramálið á ganga yfir deildarmyrkvi á sólu og þrátt fyrir spáð rigningu er samt einhver möguleiki á því rofi til og hægt verði líta hann augum. Það vonum við minnsta kosti. Við heyrum í Þórði Arasyni jarðfræðingi en hann veit meira um málið.

En við byrjum á íslenskum snillingum í strandblaki. Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir tóku nýverið þátt í Odense Master sem er strandblaksmótaröð. Þær eru báðar ættaðar frá Norðfirði en búa og æfa í Odense. Þær unnu danska landsliðið ekki eiu sinni heldur tvisvar. Þær skelltu sér svo á mót í Skotlandi um helgina og unnu það sjálfsögðu. Elísabet Einarsdóttir er á línunni.

Birt

9. júní 2021

Aðgengilegt til

9. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.