Síðdegisútvarpið

7. júní

Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til sinna eftirliti með réttindum sjúklinga í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í morgun. Fram kemur í yfirlýsingunni í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar og sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni varða hegningarlög. Við ræðum við Svein Rúnar Hauksson, lækni og stjórnarmann í Geðhjálp.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, vill seinka upp­hafi kennslu­daga í einhverjum grunn­skól­um Reykja­vík­ur í þeim til­gangi auka svefn barna og ung­linga. Verkefnið er unnið í samstarfi við embætti Landlæknis og Erlu Björnsdóttur sérfræðing í svefni. Þetta mun þá vera tilraunaverkefni sem hægt verður mæla árangur af og bera saman við aðrar aðferðir. Við ræðum við Erlu Björnsdóttur um málið.

Hvað í pabbanum ertu gera? Spyr leikarinn Arnar Dan Kristjánsson um leið og hann langar koma í framleiðslu 190 hugmyndum fjörugum leikjum og samverustundum fyrir fjölskyldur sem vilja gera eitthvað annað en hanga í skjáum. Ætli öll samveran í heimsfaraldrinum hafi komið upp um hugmyndaþurftina í þeirri deild? Við fáum hann til okkar og fáum jafnvel heyra af nokkrum nýjum leikjum sem hægt er henda í með krökkunum í síðdeginu.

Aukning í neyslu kókaíns sást fram til ársins 2019, en dróst saman í júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju Covid faraldursins skv. niðurstöðum mælinganna. Þær mælingar eru partur af doktorsritgerð Arndísar SueChing Löve við læknadeild HÍ. Mælingarnar eru gerðar á frárennslisvatni Reykjavíkurborgar og gefur mynd af eiturlyfjanotkun borgarbúa á hátt sem við höfum ekki fyrr haft aðgang að. Arndís varði ritgerðina á föstudaginn og kemur og segir okkur betur frá niðurstöðunum á eftir.

Síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins fara fram á Alþingi í kvöld og Höskuldur Kári Schram fréttamaður fylgist grannt með stöðu mála á Alþingi og er kominn hingað til okkar, rétt áður en hann heldur niður eftir.

Birt

7. júní 2021

Aðgengilegt til

7. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.