Síðdegisútvarpið

3.júní

Nýverið var í fréttum íbúar miðborgarinnar væru almennt jákvæðir fyrir styttri afgreiðslutíma veitinga og skemmtistaða í miðbænum. Einnig virðist það vera svo lögreglumenn séu líka hlinntir styttingunni þar sem tölfræðigögn lögreglunnar sýna fram á afbrotum í miðbænum hafi fækkað um rúmlega helming síðan hann var styttur. Þessir hópar óttast ef tíminn verður aftur lengdur þá munum við fljótlega fara aftur í sama farið. Borgarfulltrúinn Pawel Bartosek segir aftur á móti á facebook síðu sinni: Okkar ágæta veitingafólk hefur gengið í gegnum margt undanfarið. Held það þurfi ekki hræða þau með frekari manngerðum tekjumissi.

Við ræðum við hann í þættinum.

Mikil umræða hefur verið í gangi varðandi krabbameinsskimanir því eftir skimanir fyrir bæði legháls - og brjóstakrabbameinum var færð til opinberra stofnana hefur gengið illa koma á skilvirku kerfi sem konur hafa tekið vantreysta. Á nýlegum aðalfundi Krabbameinsfélagsins var samþykkti einróma ályktun um bæta verði skilvirkni legháls- og brjóstaskimana undir eins. Ítarleg umræða fór fram um málið í Kastljósinu í gær þar sem kom fram ekki verði hægt laga kerfið fyrr en á seinni hluta ársins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hún kemur til okkar rétt á eftir.

Og við ætlum líka af heyra í skáldkonu og búandkerlingu Hörpu Rún Kristjánsdóttur, búandkerlingu í Hólum á Rangárvöllum, sem hlaut á haust­dögum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Eddu. Hún verður á línunni og frændi hennar Guðjón Ragnar Jónasson kemur til okkar en þau sendu frá sér bók á dögunum Sumar í sveitinni

Gróðurhúsið er nýr áfangastaður í Hveragerði sem opnar í sumar. Þar verður boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir íbúa Hveragerðis og nágrennis en einnig geta Íslendingar á ferðinni og erlendir ferðamenn fundið margt spennandi við sitt hæfi. Í gróðurhúsinu verða verslanir, kaffihús, mathöll, bar, sælkeraverslun og ísbúð en efri hæðir hýsa Greenhouse Hotel sem telur 49 herbergi og útiverönd. Brynjólfur Baldursson er forsvarsmaður verkefnisins og við ætlum meðal annars spyrja hann hvort þetta Eden.

Reykjavíkurborg tók ákvörðun á árinu 2015 fara í sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Þegar farið var vinna þarfagreiningu fyrir gas- og jarðgerðarstöðina GAJA óskaði Reykjavíkurborg eftir stöðin gæti tekið við sérsöfnuðum lífrænum eldhúsúrgangi frá íbúum í Reykjavík án þess hann blandaðist við annan úrgang. Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti síðan á fundi 17. mars síðastliðinn in

Birt

3. júní 2021

Aðgengilegt til

3. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.