Síðdegisútvarpið

27. maí

Það segja fyrrverandi aðalráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands -Dominic Cummings - hafi varpað sprengju, ef ekki sprengjum, inn í breska pólitík. Hann lét dæluna ganga á 7 klukkutíma löngum fundi með breskum þingmönnum í gær. Hann segir forsætisráðherran vanhæfur og hafi gert lítið úr faraldrinum með þeim afleiðingum tugir þúsunda hafi látist óþörfu. Cummings segist hafa heyrt Johnson segja hann vildi frekar sjá líkin hrannast upp en fara í harðar ráðstafanir með algerum lokunum í þriðja sinn. Þá hafi ríkisstjórnin verið algerlega óundirbúin til takast á við faraldurinn. En hver er Dominic Cummings og hvað þýðir þetta fyrir Johnson og framtíð ríkisstjórnarinnar? Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði ætlar greina þetta mál með okkur.

Synir listamannsins Braga Ásgeissonar ætla fagna afmæli Braga á morgun, en þá yrði Bragi 90 ára. Þeir ætla heiðra minningu föður síns með sýningu á verkum Braga í Sundaborg 3. Ekki nóg með það því gestum gefst einnig einstakt tækifæri til líta inn í vinnuaðstöðu Braga, sem er algerlega óhreyfð frá því hann gekk þar út í síðasta skiptið árið 2016. Vinnustofan er í Austurbrún 4 á 13.hæð. Síðdegisútvarpið hitti einn af sonum Braga, hann Fjölni Geir Bragason, sem sagði okkur allt um sýninguna.

Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína? Og er til fólk með rafsegulóþol? Þessum spurningum svarar Jónína Guðjónsdóttir lektor í geislafræði við Háskóla Íslands á Vísindavefnum. Hún kemur til okkar.

Við verðum meira á menningarlegum nótum í þættinum því sjálfur Þórhallur Sigurðsson eða Laddi ætlar koma til okar og segja okkur frá nýrri sýningu. Nei það er ekki sýningin Laddi 74 ára á stóra sviðinu, þetta er málverkasýning.

Veðrið hefur leikið við landann í dag og margir notið blíðunnar utandyra. Grasagarðurinn er vinsæll staður á svona dögum og þangað fór Gígja Hólmgeirsdóttir. Hún spjallaði við Björk Þorleifsdóttur um starfsemina í garðinum.

Nýtt úrræði fyrir börn í vanda heitir Vopnabúrið og er það hugarfóstur Björns Más Sveinbjörnssonar Brink. Vopnabúrið er einka líkamsræktarstöð sem veitir fjölbreytta þjónustu fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda þar sem þeim er mætt þar sem þau eru stödd hverju sinni. Björn verður á línunni.

Birt

27. maí 2021

Aðgengilegt til

27. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.