Síðdegisútvarpið

21. maí

Það er ekki laust við þjóðin hafi haldið niðri í sér andanum í gærkvöldi þegar við biðum eftir niðurstöðum úr undankvöldi Eurovision. Þrátt fyrir ákveðna óheppni þessi misserin, þegar kemur þáttöku okkar í keppninni, komumst við áfram í gær og munum keppa á laugardag, þó ekki á sviðinu heldur með upptöku. Gísli Marteinn Baldursson verður á línunni frá Rotterdam.

Það virðist gæta einhvers misskilnings í samfélaginu varðandi það hverjir eru næstir í bólusetningarröðinni og ýmsir sem eru hræddir um hafa misst af eða gleymst. Það er ekki einfalt mál koma öllum í réttri röð og flækjast málin talsvert þegar handahófskenndum bólusetningum er bætt við. Þar sem við í Síðdegisútvarpinu vorum orðin ringluð ákváðum við slá á þráðinn til Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og upplýsingarnar beint í æð.

er hér um bil hægt segja sumarið hafið, með júní rétt handan við hornið. Við Íslendingar erum orðin algjörir snillingar í ferðast innanlands eftir síðasta sumar og eflaust margir farnir leiða hugann útilegum og ferðalögum um landið þegar. Andri Freyr skellti sér í Hafnarfjörðinn þar sem hann fékk kíkja á hinar ýmsu útfærslur húsbíla hjá Benedikt Helgasyni í GoCampers.

Golfíþróttin nýtur alltaf meiri vinsælda hér á landi og er svo komið golfsambandið er orðið næst stærsta sambandið innan ÍSÍ með 20.000 iðkendum. Konum og ungu fólki hefur fjölgað mest í þessum hópi og þar eigum við meira segja heimsmet. En hvernig stendur á þessari fjölgun í íþróttinni og hvaða stefna er í gangi varðandi áframhaldandi vöxt? Hulda Bjarnadóttir stjórnarkona í GSI (Golfsambandi Íslands ) ræðir við okkur um golfið.

Íslensku Menntaverðlaunin voru endurvakin í fyrra eftir nokkra ára dvala. Óskað er eftir tilnefningum til þeirra og kemur þar stór hópur til greina. Gerður Kristný rithöfundur er formaður verðlaunanefndarinnar og verður á línunni.

Birt

21. maí 2021

Aðgengilegt til

21. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.