Síðdegisútvarpið

18. maí

í kvöld fer fyrri undankeppni Eurovision fram en í stað þess taka virkan þátt í veislunni en eins og venjan er, mun íslenski hópurinn sitja í sóttkví inni á hótelherbergi. Við bindum þó enn vonir við Daði og Gagnamagnið fái fara á svið þrátt fyrir smit í íslenska hópnum. Það er bundið því öll Covid próf haldist neikvæð. En þau halda andanum uppi? Við heyrum í Daða frá hótelherberginu hans í Rotterdam.

Ekkert lát er á loftárásum Ísraela á Gasa þrátt fyrir ákall Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Þórir Jónsson Hraundal lektor við hugvísindadeild Háskóla Íslands ætlar fara með okkur yfir stöðuna í sögulegu samhengi.

Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar ræða við okkur um annríki þar á vegna breyttra aðstæðna, eldgoss, byggingu varnargarða og ýmislegt fleira.

Svo hringjum við til Kaupmannahafnar þar sem afléttingar sóttvarnaaðgerða eru hafnar og heyrum í Höllu Benediktsdóttur umsjónarmanni Jónshúss.

Slökkviliðið sinnir aldeilis fjölbreyttum málum í dag sem og aðra daga. Kannski eru ekki öll þeirra jafn fréttnæm en sannarlega ævintýraleg á köflum. Páfagaukabjarganir og hjálp af húsþökum svo fátt eitt nefnt. Við heyrum í Birgi Finnssyni varaslökkviliðsstjóra um óhefðbundið slökkvistarf þeirra.

Birt

18. maí 2021

Aðgengilegt til

18. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.