Síðdegisútvarpið

7. maí

Sautján flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun og er þessi aukning ferðamanna hraðari en talið var vera. Óttast er greiningargeta á landamæri nálgist þar með þolmörkin. VIð heyrum í Víði Reynissini um væntanlegann flöskuháls á flugvellinum og hvað til ráða.

Vesturbæjarlaug er fyrsti starfsstaður Reykjavíkurborgar sem hlýtur Regnbogavottun Reykjavíkurborgar, en tilgangurinn með henni er gera starfsemi borgarinnar hinseginvænni. Í tilefni af því var Önnu Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumanni Vesturbæjarlaugar, veitt viðurkenning frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hrafnhildur kíkti í heimsókn í vesturbæjarlaug.

Þessa dagana er Reykjarvíkur borg í mikilli sumarstemningu. Borgin Okkar er með orðaleik í gangi sem gengur út á finna orð á íslensku fyrir staycation. Þórdís Halla Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er talsmaður herferðarinnar. Hún útskýrir þetta betur fyrir okkur.

Á morgun gefst börnum á öllum aldri kostur á mæta í Norrænahúsið og taka þátt í vinnusmiðju þar sem krakkarnir læra gera slagverkshljóðfæri kostnaðarlausu. Gestir smiðjunnar læra hvernig hægt er búa til hljóðfæri innblásið af hinu lettneska Trejdeksnis, eða skröltstaf, sem er latneskt slagverkshljóðfæri. Hrafnhildur Gissurardóttir verkefnastjóri verður á línunni.

Eirík Ásþór Ragnarsson var gefa út bókina Eikonomics. Eiríkur er búsettur í Þýskalandi og við munum slá á þráðinn til hans upp á heyra meira um bókina og hvernig lífið gegnur fyrir sig í Berlín.

Ellubúð er nýjasta sjoppan við gosstöðvarnar en þangað streyma sísvangir göngugarpar eftir hafa arkað upp gosstöðvunum. Slysavarnadeildin Þórkatla stendur baki þessum vinsæla sölugámi og við heyrum í Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formanni Þórkötlu.

Á morgun leggur Daði og Gagnamagnið af stað til Rotterdam þar sem þau munu svo keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision. Við heyrum í Jóhanni Sigurði Jóhannsyni Gagnamagnsmeðlimi.

Birt

7. maí 2021

Aðgengilegt til

7. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.