Síðdegisútvarpið

5. mai

Fyrr í dag fór fram fyrirlestur á vegum Rannsóknar og greiningar þar sem farið var yfir niðurstöður úr nýrri könnun á klámnotkun grunnskólabarna. Þar kemur m.a. fram þriðjungur stúlkna í 10. bekk hafi sent af sér ögrandi eða nektarmyndir og vel rúmur helmingur þeirra hafði verið beðinn um það. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá rannsóknum og greiningu og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur ræða málið við okkur.

Draumur Donald Trump um setja á laggirnar samfélagsmiðil þar sem hann getur birt efnið sitt án ritskoðunar er orðinn veruleika. Fylgjendur Trump geta deilt því sem þeir sjá og lesa á miðli Trump á facebook og twitter þrátt fyrir Trump hafi verið bannaður á Twitter og tímabundið vikið frá Facebook. Atli Fannar Bjarkason samfélagsmiðlasérfræðingur segir okkur meira um vefinn hans Donald Trump.

Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ístex verður á línunni en er komin upp sjaldgæfa staða lopaskortur er á landinu. Eftirspurn hefur aukist mikið í faraldrinum vegna aukinna vinsæla handavinnu. Við fáum heyra meira um það á eftir.

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Reykjalund og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af COVID-19 og þurfa á endurhæfingu halda. En hvernig verður þessari þjónustu háttað og hvað er talið um marga einstaklinga ræða ? Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar kemur til okkar í þáttinn.

Frá klukkan 5 - 6 í dag stendur Primal Iceland og Mudo Gym fyrir viðburðinum Búum til sterkari börn. Sigursteinn Snorrason yfirkennari Mudo Gym verður á línunni.

Birt

5. maí 2021

Aðgengilegt til

5. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.