Síðdegisútvarpið

28. apríl

Við ræðum við Soffíu Pálsdóttir frá Reykjavíkurborg um hið árlega lottó þegar kemur því sækja um sumarnámskeið fyrir börn. Það er vissulega einn af streitumestu dögum nútíma foreldra á höfuðborgarsvæðinu og létu margir óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum með framkvæmdina.

Poppprinsessan Britney Spears er í málarekstri gegn föður sínum um eigið forræði en hann hefur verið forráðamaður hennar síðan árið 2008. Í dag bárust fréttir af því hún hefði óskað eftir ávarpa dóminn sjálf og koma þannig sínu sjónarmiði á framfæri. Það hefur verið samþykkt og mun vera í fyrsta sinn sem hennar rödd varðandi sjálfræðissviptinguna fær heyrast. Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðikennari og höfundur hlaðvarpsins poppsálin kemur til okkar ræða mál söngkonunnar.

Við fáum til okkar nýkjörinn formann Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Úrslitin voru tilkynnt í hádeginu í gær en hún tekur við formannsstöðunni af Hjálmari Jónssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarinn áratug.

Við tölum við Sveinbjörn Hjaltason en um helgina mun fara fram áheitastökk til heiðurs honum þar sem markmiðið er amk 71 stökkvara til stökkva í sjóinn af smábátabryggjusvæðinu á Akranesi en hægt verður heita á þá. Tilgangur söfnunarinnar er kaupa sérstakt rafhjól fyrir Sveinbjörn sem lenti í alvarlegu slysi í fyrra.

Við tölum við Mörtu Guðjónsdóttur en opið bréf hennar til Gísla Marteins Baldurssonar hefur verið mikið rætt víða í dag, hvort sem er á netinu eða kaffistofum landsmanna. Mörgum þykir hún hafa gengið of langt og vaði í manninn en ekki boltann. Við ætlum heyra viðbrögð hennar við þessum miklu viðbrögðum.

Birt

28. apríl 2021

Aðgengilegt til

28. apríl 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.