Síðdegisútvarpið

30.mars

Í gær hófust réttarhöld í máli lögreglumannsins sem ákærður er fyrir hafa orðið George Floyd bana í maí í fyrra. Andlát George Floyd var kveikjan mikilli mótmælaöldu í bandaríkjunum þar sem fólk krafðist almennra mannréttinda fyrir svart fólk af hálfu lögreglunnar og black lives matter hreyfingin varð stærri en nokkru sinni fyrr. Réttarhöldin héldu áfram í dag og Hallgrímur Indriðason fréttamaður kemur og segir okkur betur frá þeim.

Allir eru tala um Exit, norsku sjónvarpsþættina sem byggðir eru á viðtölum við stórlaxa úr viðskiptalífinu þar í landi þar sem siðleysi ræður ríkjum. Á sama tíma fáum við fréttir af siðferðislega vafasömum samskiptum stjórnenda stórra fyrirtækja hér á landi. Ríkja aðrar leikreglur þegar kemur viðskiptalífinu en gengur og gerist í samfélaginu almennt? Við fáum fáum til okkar siðfræðinginn Henry Alexander Henrysson til ræða við okkur um siðferði í viðskiptalífinu á Íslandi og löndunum í kringum okkur.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir er ein þeirra sextán þúsunda sem hafa heimsótt gosstöðvarnar í Geldingardal. Ragnhildur fór þangað sl.fimmtudag en þann dag var fólki beint aðra leið gosstöðvunum vegna gasmengunar og var nýbyrjað stika þá leið. Ekki var komið reipi í brekkuna eins og er nú.

Í FB færslu Ragnhildar eru myndbönd af ferðalöngum sem eiga í miklu basli upp og ekki síður niður brekkuna. Ragnhildur ætlar segja okkur sögu sína fyrst og fremst til brýna fyrir þeim sem ætla heimsækja gosstöðvarnar á næstunni huga vel útbúnaði áður en lagt er í hann.

Samkvæmt nýrri rannsókn hafvísindamanna á Íslandi, í Kanada og Danmörku finnst margfalt meira af þrávirkum efnum í íslenskum háhyrningum sem éta mæði fisk og spendýr en þeim sem nærast aðeins á fiski. Þessi efni ógna heilsu hvalanna og er afkomu stofnsins ógnað af menguninni. Við heyrum í Eddu Elísabet Magnúsdóttur aðjúnkt við líffræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingi í vistkerfum sjávar.

En við byrjum á Siglufirði , er ljóst skíðasvæði landsins verða lokuð yfir páska og nær lokunin fram til 14. apríl í símanum er Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðasvæðisins í Skarðsdal ......

Birt

30. mars 2021

Aðgengilegt til

30. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.