Síðdegisútvarpið

25. mars

Við byrjum á heyra hvað Þórólfur Guðnason hafði segja á fundi almannavarna fyrr í dag.

Leikskólakennarar hafa margir hverjir áhyggjur af því öllum skólum nema leikskólum lokað. Stjórn Fé­lags stjórn­enda leik­skóla hvet­ur for­eldra leik­skóla­barna til halda börn­um sín­um heima fram yfir páska til hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Við heyrum í Haraldi Frey Gíslasyni formanni Félags leikskólakennara.

Bók Bergs Ebba Benediktssonar, Stofuhiti hefur tekið stökkbreytingum frá því hún kom út árið 2017. Fyrst breyttist hún úr bók í leiksýningu og er svo komið því hún er oðrin sjóvarpsþáttum sem fara í loftið í kvöld.

Vegna breytinga á vindátt hefur fólki verið ráðlagt frá því ganga stikuðu leiðina gosstöðvum í geldingadal, gasmengunin fari yfir leiðina. Samkvæmt upplýsungum frá lögreglunni á Suðurnesjum fóru björgunarsveitir í nótt með mæla til mæla gasmengun og gildin voru orðin nokkuð há. En hver er staðan núna og hver er spáin? Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur er á línunni.

Við hugum bólusetningum á landsbyggðinni. Gígja Hólmgeirsdóttir ræðir við Guðnýju Friðriksdóttur, framkvæmdarstjóra hjúkrunar hjá heilbrigðissstofnun Norðurlands.

Þeir félagar Víkingur Kristjánsson og Ólafur Darri hafa brallað ýmislegt í gegnum tíðina. Þeirra nýjasta afrek eru þættirnir Vegferð sem verða sýndir á Stöð 2 um páskana. Þættirnir fjalla um tvo félaga sem bera sömu nöfn og þeir, en eru þeir leika sjálfa sig? Síðdegisútvarpið skellti sér á rúntinn með þeim félögum og rekur úr þeim garnirnar í leiðinni.

Tveir stórleikir eru á dagskrá í beinni á RÚV í dag. U21 karlalið Íslands leikur sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi þegar liðið mætir Rússlandi, bein útsending hefst klukkan 16:50. Þá leikur íslenska karlalandsliðið sinn fyrsta leik í undankeppni HM þar sem þeir mæta Þýskalandi á heimavelli andstæðinga og hefst útsending klukkan 19:35. Haukur Harðarson er á staðnum og verður á línunni hjá okkur.

Birt

25. mars 2021

Aðgengilegt til

25. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.