Síðdegisútvarpið

22. mars

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði blikur vera á lofti og stöðuna vera áhyggjuefni á upplýsingafundi áðan vegna Covid 19 en talsvert fleiri smit hafa greinst um helgina en við höfum mátt venjast undanfarið. Við heyrum í honum.

Almannavarnir vara fólk við gasmengun nálægt eldgosinu en eldgosum fylgir jafnan talsvert af eitruðum gastegundum sem getur reynst lífshættulegt í of miklu magni. Við ætlum fræðast aðeins um þessi gös og hvaða áhrif þau hafa á heilsu fólks. Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði kemur til okkar.

Við ætlum heyra af dreifingaráætlun bóluefna næstu daga og vikur en Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifinguna spjallar við okkur í þættinum.

Um Hvítasunnuhelgina verður svokallað tattoo-blót á Langholti, Snæfellsnesi. Þar verður þó töluvert meira um vera en fólk dæla bleki í húð, því þarna verða einnig mótorhjól, matur, golfvöllur og golfhermir og náttúrulaug. Þetta ku vera fjölskylduhátíð þar sem allir ættu finna sér eitthvað við sitt hæfi. Síðdegisútvarpið hitti mótshaldarann Fjölnir Geir Bragason á Íslenzku húðflúrstofunni og ræddi við hann um tattoo-blótið.

En við byrjum á Fræðakaffi sem verður haldið í Borgarbókasafninu í Spönginni hér rétt á eftir en þar mun Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur fjalla um samskipti hermanna og íslenskra pilta á hernámsárunum og Særún er í símanum

Birt

22. mars 2021

Aðgengilegt til

22. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.