Síðdegisútvarpið

18. mars

Vísindaráð Lyfjastofnunar Evrópu komst í dag þeirri niðurstöðu ekkert mælti gegn því fólk yrði bólusett gegn COVID-19 með mótefni AstraZeneca lyjafyrirtækisins sem vísindamenn við Oxford-háskóla þróuðu. Við fengum viðbrögð frá Óskari Reykdalssyni forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður segir okkur frá Kveik þætti kvöldsins sem er síðasti fyrir páska. Í þættinum verður meðal annars fjallað um svokölluð ástarsvik. Ástarsvikum hefur fjölgað mikið í COVID-19 faraldrinum. Ástarsvik eru í grunninn þessar skrítnu vinabeiðnir og skilaboð sem við fáum öll af og til á samfélagsmiðlum. Flestum finnst þessar beiðnir dularfullar og bregðast ekki við, en margir gera það og eru áður en þeir vita í klóm glæpamanna.

Óvenju­hlýtt hefur verið á austan - og norðanverðu landinu miðað við árs­tíma og hafa tveggja stafa hita­töl­ur mælst á nokkr­um stöðum. En hvernig fer það með gróðurinn ? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur fræðir okkur um það og við fáum hjá henni nokkur ráð varðandi vorverkin í garðinum í leiðininni.

Við verðum á flakki um Mývatnssveit í þættinum í dag. Hún Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í ferð um Mývatnssveit fyrr í vikunni og spjallaði m.a. við Júlíu Katrínu Björke vísindamann við Mýsköpun, sem er nýsköpunarfyrirtæki sem er rannsaka örþörunga í Mývatni.

En við byrjum þetta á blíðunni á austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði þar sem hita tölur haf verið skríða upp í tæplega 20 gráður. Alma Sigurbjörnsdóttir sálfræðingur eða Alma Bibba eins og hún er oftast kölluð er á línunni.

Birt

18. mars 2021

Aðgengilegt til

18. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.