Síðdegisútvarpið

17. mars

Í gær gaf ríkistjórnin út þau tilmæli vottorð um bólusetningu við COVID-19 og vottorð um fyrri COVID-sýkingu verði tekin gild á landamærum Íslands, hvort sem þau eru upprunnin innan EES-svæðisins eða utan þess, uppfylli þau kröfur og leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Viðbrögð frá forystufólki í ferðaþjónustu létu ekki á sér standa og sögðu þetta bestu fréttir sem þau hefðu fengið í langan tíma. Friðrik Pálsson hótelstjóri á hótel Rangá kemur til okkar á eftir og segir okkur frá hverju þetta breytir í skipulagningu og bókunum framundan.

Sjö þingmenn úr framsóknarflokki, pírötum, flokki fólksins og samfylkingunni hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem leggur til öll börn sem getin hafi verið með gjafakynfrumum hafi rétt til rekja uppruna sinn. Hingað til hafa gjafar getað valið hvort gjöfin er rekjanleg eða ekki. Silja Dögg Gunarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður og verður á línunni.

viðburður komast í leikhús er allt annað en sjálfsagður þessi misserin og hefur Covid gert það verkum hvert verkið á fætur öðru hefur þurft bíða eftir því verða sett á svið. Því gleður leikhúsunnendur óneitanlega þegar verk loks ratar á fjalirnar. Eitt þeirra er verkið The last kvöldmáltíð, nýtt íslenskt verk eftir Kolfinnu Nikulásdóttur sem fjallar um síðasta partíið í sögu mannkynsins. Við kíktum í Tjarnarbíó þar sem leikstjóri verksins, Anna María Tómasdóttir og leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir sögðu okkur frá partíinu.

Í dag er nákvæmlega ár síðan forseti Frakklands, Emmanuel Macron lýsti yfir stríðsástandi í ávarpi sínu til frönsku þjóðarinnar og setti á útgöngubann frá og með hádegi 17 mars 2020. Í dag er ástandið verra segir Laufey Helgadóttir listfræðingur og leiðsögumaður sem býr og starfar í París. Við hringjum þangað.

En við byrjum á krúttlegri frétt um hænuunga því nemendur á miðstigi Höfðaskóla á Skagaströnd ásamt kennara sínum hafa ungað út níu hænuungum og því hlýtur vera líf og fjör í skólanum þessa dagana eða hvað í símanum er skólastjórinn Sara Diljá Hjálmarsdóttir

Birt

17. mars 2021

Aðgengilegt til

17. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.