Síðdegisútvarpið

16. mars

Í gær greindi Vatíkanið frá því kaþólska kirkjan muni ekki leggja blessun sína yfir samkynja sambönd og segja guð blessi ekki synd. Frans páfi staðfesti svarið þrátt fyrir hafa sjálfur sagst styðja samkynja sambönd áður. Við fáum til okkar Þorbjörgu Þorvaldsdóttur formann Samtakanna 78 til ræða þetta bakslag í baráttunni.

Vottorð um bólusetningu við COVID-19 og vottorð um fyrri COVID-sýkingu verða tekin gild á landamærum Íslands, hvort sem þau eru upprunnin innan EES-svæðisins eða utan þess, uppfylli þau kröfur og leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.Við fáum viðbrögð frá frkvstjóri samtaka ferðaþjónustunnar Jóhannesi Þór Skúlasyni.

Við höldum áfram velta okkur upp úr Óskars tilnefningum sem íslendingar eiga þátt í. Í dag ræðum við við Eggert Ketilsson sem var listrænn stjórnandi í myndinni Tenet sem fékk meðal annars tilnefningu fyrir production design eða framleiðsluhönnun. Eggert var líka einn þeirra sem var yfir leikmyndadeild kvikmyndarinnar.

Úrræðaleysi hefur einkennt stöðuna varðandi fíkniefnaneytendur og aðstandendur þeirra og bara í síðustu viku kom ákall móður til yfirvalda þar sem hún segist búin gefast upp á kerfinu verandi móðir fíkils sem býr á götunni. Það er Von eru góðgerðarsamtök sem styðja við fólk með fíknisjúkdóm og aðstandendur þeirra. Síðdegisútvarpið ræddi við stofnandann Hlyn Kristinn Rúnarsson fyrir ári síðan, Hlynur kemur til okkar á eftir við ætlum heyra hverju samtökin hafa áorkað á þessum tíma frá stofnun og með honum kemur Tinna Guðrún Barkardóttir fíkniráðgjafi frá samtökunum. .

En við byrjum á útrásinni. hafa verið innréttuð nokkur herbergi Skemmtigarðinum í Grafarvogi gagngert til þess rústa þeim. Þessi nýja afþreying er kölluð Útrás. Við heyrum í Snorra Helgasini hjá skemmtigarðinum um þessa undarlegu þjónustu.

Birt

16. mars 2021

Aðgengilegt til

16. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.