Síðdegisútvarpið

15. mars

Þremur fjórðu hlutum Ítalíu hefur verið lokað á til reyna hemja bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst kom upp í Bretlandi. Lokunin varir fram yfir páska. Ítalir eru ekki óvanir lokunum en þetta er í annað skiptið sem skólum, veitingahúsum og söfnum hefur verið lokað í landinu síðan veiran gerði fyrst vart við sig þar í landi. Auður Þráinsdóttir er búsett í Prato á Ítalíu og verður á línunni hjá okkur á eftir.

Í kvöld er loks komið því keppendur í Skrekk 2020 fái taka yfir stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og keppa um bestu uppsetninguna. Það er gert eftir ótal frestanir vegna Covid. Spennan er skiljanlega í hámarki enda hefur hún fengið magnast mun lengur en venjan er. Harpa Rut Hilmarsdóttir er framkvæmdastýra Skrekks og kemur til okkar.

Í dag er 20 ár frá stofnun Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stofnaðilar Fjölsmiðjunnar voru Rauði kross Íslands, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun með það markmið starfsrækja verkþjálfunar, framleiðslu- og- fræðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður kemur til okkar til segja okkur betur frá þessu magnaða batterýi.

Teiknimyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokki styttri teiknimynda í ár. Gísli kemur til okkar.

Síðdegisútrvarpið skellti sér nirðí Fossvogsdal til hitta Guðrúnu Láru Pálmadóttur sem er kosningastjóri átaksins Fugl ársins sem Fuglavernd stendur fyrir. Valdir verða 20 fuglar sem verða í framboði í kosningunni sjálfri sem fram fer í apríl.

Við förum aðeins í Covid málin. Einn greindist smitaður með Covid í gær og var í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Þar er ekki finna stórtækar breytingar en þó leggur hann til tekin verði upp skimun á börnum á landamærunum. Við heyrum í Þórólfi og spyrjum hann um minnisblaðið, hvort við séum sloppin frá hópsmitinu sem varð um þar síðustu helgi og helstu frétta af Astrazeneca.

Birt

15. mars 2021

Aðgengilegt til

15. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.