Síðdegisútvarpið

10.mars

En við byrjum á Þorpinu vistfélagi sem er þessa daga biðla til væntanlegra íbúa velja nöfn á húsin sín í Gufunesi. Auglýst var eftir tillögum nöfnum en um er ræða 137 íbúðir í Jöfursbás 11 sem Þorpið vistfélag er byggja í samstarfi við Reykjavíkurborg. í símanum er Runólfur Ágústsson verkefna- og þróunarstjóri Þorpsins

Tvær vikur eru síðan skjálftahrinan sem virðist engan endi ætla taka hófst. Hún er enn bundin við syðri hluta kvikugangansins undir Fagradalsfjalli og gervi­tungla­mynd frá því í gær­kvöldi sýn­ir kviku­gang­ur­inn milli Keil­is og Fagra­dals­fjalls er stækka og það er byggj­ast upp þrýst­ing­ur. Hvað þýðir þetta? Er enn möguleiki á gosi? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur ætlar gefa okkur nýjustu stöðuna á þessum málum.

Alvarlegur smitsjúkdómur sem herjar á hross hefur valdið miklum vandræðum á spáni og víðar í Evrópu. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma segir okkur meira af því og hvort eitthvað óttast varðandi hrossin hér á landi.

Við höldum áfram fjalla um geðheilbrigðismál. Auður Axelsdóttir hjá Hugarafli ætlar ræða stöðu mála við okkur. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur persónulegum bata sínum.

og endurbætt Norræna sigldi inn í Seyðisfjarðarhöfn í gær við mikila ánægju bæjarbúa og aðstandenda Smyril Line sem á og rekur ferjuna. Linda Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyril Line verður á línunni hjá okkur í þættinum.

Við ætlum líka heyra af sænska hjúkrunarfræðingnum Lisu Enroth sem fékk vera eini áhorfandinn á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þetta árið. Hún eyddi einni viku á eyjunni Pater og horfði á 30 myndir og ein þeirra stóð upp úr, Anna Hildur Hildibrandsdóttir segir okkur meira af því.

Birt

10. mars 2021

Aðgengilegt til

10. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.