Síðdegisútvarpið

5. mars

Látrabjarg var friðlýst í vikunni en með því lýkur áralöngu friðlýsingarferli. Við sláum á þráðinn vestur og heyrum í Rebekku Hilmarsdóttir bæjarstjóra í Vesturbyggð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í heimsókn á Reykjanesskaganum bæði til fræðast um jarðhræringar og skoða ummerki auk þess heimsækja íbúa og stjórnsýslufólk. Við heyrum í Katrínu hér rétt á eftir.

Hvernig nota Íslendingar símana sína? Við segjumst eflaust mörg nota þá hóflegar en raunin er. Vitum til dæmis það er ekki ráðlegt nota þá fyrir barnapíu en þó gerir 45% Íslendinga það ef marka nýja rannsókn sem símafyrirtækið Nova lét framkvæma fyrir geðfræðslufélagið Hugrúnu. Þar er símanotkun Íslendinga skoðuð í kjölinn. Magnús Árnason framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova kemur og segir okkur aðeins frá henni og því hvernig símanotkun og geðfræðsla tengjast.

Við ætlum líka til okkar framkvæmdastjóra Pieta samtakanna Kristínu Ólafsdóttur - en liggur fyrir á alþingi frumvarp um samtök í almannaheill. Hvaða þýðingu hefði það fyrir samtökin ef slíkt frumvarp verður samþykkt - meira um það í þættinum.

Um helgina fer fram teiknismiðja fyrir börn í tengslum við sýningu á myndum Halldórs Péturssonar teiknara sem fer fram í Þjóðminjasafni Íslands til og með 14. mars. Halldór Baldursson teiknari mun leiða þessa spennandi teiknismiðju og við heyrum betur í honum á eftir um málið.

Grindvíkingar hafa heldur betur fengið finna fyrir náttúruöflunum undanfarin misseri og því ætlar ekki linna. Sunna Jónína Sigurðurðardóttir verkefnastjóri hjá Kvikan Menningarhús og íbúð í Grindarvík er á línunni.

Birt

5. mars 2021

Aðgengilegt til

5. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.