Síðdegisútvarpið

4. mars

Það leiða líkur því www.vikurfrettir.is með allra vinsælustu vefsíðunum í dag, minnsta kosti nóg gera þar á vegna hasarsins í kringum jarðhræringarnar, skjálfta og óróa. Við heyrum í Páli Ketilssyni ritstjóra Víkurfrétta og tökum stöðuna.

Kvikmyndahátíð framhaldskólanna verður haldin um helgina þar sem ungt kvikmyndagerðarfólk fær tækifæri til sýna öðrum verk sín og sjá verk annarra ásamt því, sjálfsögðu, keppa um titla. Við tölum við Þorkel Val Gíslason hátíðarstjóra.

Í mörgu þykir söguþráður skáldsögunnar Eldarnir, Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur líkur því sem er í gangi á Reykjanesinu. Skuggalega jafnvel. Í sögunni er fjallað um jarðskjálfta sem skekja Reykjanesskaga og eldfjöll sem vakna til lífsins eftir hlé í 800 ár. Bókin er uppseld og endurprentun væntanleg. Guðrún Vilmundardóttir forleggjari hjá bókaútgáfunni Benedikt verður á línunni.

Við munum ræða skipulagsmál á Akureyri en töluverðar umræður hafa skapast meðal bæjarbúa í kjölfar myndbirtinga af fyrirhuguðum framkvæmdum í tveimur af elstu hverfum Akureyrar. Gígja Hólmgeirsdóttir fær til sín Pétur Inga Haraldsson, sviðsstjóra skipulagssviðs hjá Akureyrarbæ og ræðir þessi mál við hann.

Þegar hasarinn hefur verið mikill eins og síðustu daga þar sem fréttir af skjálftum, gosi, heimsfaraldri og fleiri ósköpum hrista upp í landanum hljóma fyrirbæri eins og hæglætishreyfingin nokkuð freistandi. En hvað í ósköpunum er það nú? Þóra Jónsdóttir er formaður hæglætishreyfingarinnar á Íslandi og ætlar segja okkur frá henni.

Birt

4. mars 2021

Aðgengilegt til

4. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.