Síðdegisútvarpið

1. mars

Í dag eru 6 dagar liðnir frá því jarðskjálftahrina sem skekið hefur Reykjanesskaga hófst og hefur staðið yfir af miklum krafti síðan. Í viðtali við mbl.is nefnir jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson svona hviður standi jafnvel yfir í nokkur ár. Hverju er spáð með framhaldið, er þetta hristingur sem við ættum venjast? Við sláum á þráðinn til Páls.

Vísindamannaráð funda með al­manna­vörn­um síðdeg­is í dag og sögn Ein­ars Hjör­leifs­son­ar nátt­úru­vár­sér­fræðings verður mat lagt á nýj­ustu gögn áður en ákveðið verður um fram­haldið.

Við ræðum við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann um nýjustu fréttir frá Barcelona en lögregluaðgerðir standa yfir hjá spænska stórliðinu Barcelona og spænskir miðlar segja búið handtaka framkvæmdastjóra félagsins, Oscar Grau. Húsleit stendur yfir í höfuðstöðum Barcelona og rannsóknin snýr meðal annars ásökunum um spillingu og peningaþvott en talið er handtökurnar snúist einnium um hið svokallaða Barcagate mál. Fáum heyra meira um það á eftir.

Við forvitnumst líka um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður - sem er á dagskrá þrátt fyrir allt, í aðeins smækkaðri mynd. Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir okkur allt um það.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum ræðir við okkur um nikótínpúða og mikla aukningu á notkun þeirra hjá börnum og unglingum.

Birt

1. mars 2021

Aðgengilegt til

1. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.