Síðdegisútvarpið

SDU 22.febrúar

Yfirvöld í nokkrum löndum heims ætla slaka á aðgerðum sem gripið hefur verið til varnar gegn COVID-19. Í Danmörku hafa verið í gangi mjög strangar sóttvarnarreglur og því er beðið með nokkurri spennu hvað yfirvöld í landinu hyggjast gera í afléttingum á næstunni. Vigdís Finnsdóttir er verslunarrekandi og móðir sem býr í Kaupmannahöfn, við hringjum í hana á eftir og fáum heyra af stöðunni þar í landi.

Það hefur lítið farið fyrir Grími Grímssyni lögreglumanni upp á síðkastið, en undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem tengslafulltrúi lögreglunnar hjá Europol. stendur til Grímur snúi aftur sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum heyra í Grími, en hann er staddur við störf sín í Hollandi, og spjalla við hann um helstu viðfangsefni löggæslunnar í Evrópu og hvaða reynslu hann snýr aftur með í farteskinu.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði úr 2,6% í 12,4% frá árunum 2000 til 2019. Samkvæmt upplýsingum frá verkalýðsfélögum er erlent verkafólk verst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði. Einnig er mun algengara er brotið á erlendu fólki en íslensku fólki á íslenskum vinnumarkaði. Við rýnum nánar í aðstæður verkafólks, skoðum niðurstöður úr rannsókn sem gerð var um aðstæður pólsks verkafólks á Íslandi, heyrum af vinnumansali og stöðu verkafólks í ferðaþjónustu hjá þeim Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur sviðsstjóra Félags- og þróunarsviðs Eflingar og Öddu Guðrún Gylfadóttir félagsfræðingi sem skrifaði nýlega BA ritgerð um aðstæður pólsks verka fólks á í Íslandi.

Fyrir stuttu kom fram á Alþingi frumvarp sem leggur til blóðmerarhald verði bannað á Íslandi, en hér á landi er það vaxandi iðnaður taka blóð úr fylfullum hryssum og nýta til þróunar á lyfjum í landbúnaði. Við heyrðum í Sveini Steinarssyni, formanni félags hrossabænda, um viðbrögð þeirra við frumvarpinu.

En við byrjum á keppni á hundasleðum og þeirri lengstu sem haldin hefur verið á Íslandi. Kepnnin fór fram á Húsavík á föstudag og laugardag, hlaupaleiðin var 150 km í heild og farin í þremur leggjum með hvíld inn á milli. Sigurvegarinn Hilm­ar Freyr Birg­is­son er í símanum .....

Birt

22. feb. 2021

Aðgengilegt til

22. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.