Síðdegisútvarpið

18. febrúar

Töluvert hefur verið fjallað um rekstur spilakassa á íslandi undanförnu og um rekstur Íslandsspila sem er í eigu Rauða krossins og Landsbjargar. Rauði krossinn hefur reynt finna leiðir til reka kassana á annan hátt og er hugmynd á borðunum innleiða svokölluð spilakort. En hvað er það? Magnús Snæbjörnsson framkvæmdastjóri Íslandsspila kemur til okkar og gerir heiðarlega tilraun til útskýra það fyrir okkur í Síðdegisútvarpinu.

Tíkin Hetja sem glímt hafði við alvarlegt sár á fæti hlaut lækningu á dögunum með svokölluðum fiskiroðsgræðlingi frá fyrirtækinu Kerecis. Um er ræða þorskroð sem er notað við alvarlegum sárum. Steinunn Guðný Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Kerecis kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessari aðferð og það sem meira er hún kemur sýnishorn af roðinu með sér.

Það verður stór stund í kvöld þegar rannsóknarjeppinn Perseverance frá NASA lendir á Mars, hlaðinn tækjum og tólum - ef allt gengur óskum. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi starfsmaður hjá NASA ætlar tala við okkur um þennan merkilega leiðangur.

Á Norðurlandi er líf og fjör þessa dagana en þar eru margir gestir út af vetrarfríum í skólum og sumum finnst nóg um Gígja Hólmgeirsdóttir spjallar við okkur í beinni frá Akureyri og hún ræðir einnig við Ingibjörgu Bergmann Bragadóttur, veitingastjóra á Múlabergi á Akureyri

En við byrjum á konudeginum sem er á sunnudaginn. Er fólk jafn spennt fyrir honum eftir Valentínusardagurinn ruddist inn í íslenska menningu. Auður Jónsdóttir rithöfundur veltir þessu fyrir sér með okkur.

Birt

18. feb. 2021

Aðgengilegt til

18. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.