Síðdegisútvarpið

17.feb

Í dag er öskudagurinn ástkæri þar sem börn klæða sig upp í búninga og jafnvel fullorðnir líka. En það er ekki sama í hvernig búninga er farið. Margir af búningum fortíðarinnar eru harðbannaðir í dag og hreinlega særandi. Stundum á fólk það líka til fara í búning sem því finnst sniðugur en öðrum mislíkar hann. Þetta vekur upp siðfræðilegar spurningar. En hvað og hvað ekki í búningum. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland formaður Siðmenntar fer nánar í saumana á því með okkur í þættinum.

Tæknifyrirtækið Origo hefur undanfarið unnið með Landlæknisembættinu ýmsum tæknilausnum vegna faraldursins. Núna er verið vinna stafrænum bólusetningarvottorðum sem okkur skilst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi sýnt töluverðan áhuga. Guðjón Vilhjálmsson, for­stöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo segir okkur meira um það.

Íslendingar eru orðnir ansi tónleikaþyrstir og það sama segja um tónlistarfólk þjóðarinnar. Meðlimir hljómsveitarinnar ADHD eru þekktir fyrir mikla spilamensku enda eru meðlimirnir í vel yfir hundrað öðrum hljómsveitum samanlagt. ADHD mun halda tvenna tónleika í Múlanum sem er jazzklúbbur sem er starfandi í Hörpu. Síðdegisútvarpið heimsækir Óskar Guðjónsson sem er vægt til orða tekið spenntur fyrir kvöldinu.

Björn Berg Gunnarsson hjá Íslandsbanka kíkir til okkar á eftir. Hann ætlar segja okkur frá ótrúlegu klúðri þegar bandaríski bankin Citibank millfærði hálfan milljarð Bandaríkjadala - óvart. Hann rifjar líka upp önnur þekkt klúður í viðskiptum.

Svo er loðnan mætt til Vestmannaeyja og mikil gleði í bænum enda hefur hún ekki sést þar sl. þrjú ár. Við hringjum á vaktina í Vinnslustöðina og heyrum í Benóný Þórissyni framleiðslustjóra.

Óvenju kalt hefur verið í Bandaríkjunum undanfarið og hefur kuldinn haft mikil áhrif á nær helming íbúa Bandaríkjanna og þá sérstaklega í suðurríkjunum. Milljónir manna eru án rafmagns vegna veðursins í Texas og þar hefur verið lýst yfir hamfaraástandi. Við heyrum í okkar manni á staðnum, Guðbrandi Gísla Brandssyni eða Brandy eins og hann er kallaður fyrir vestan.

Birt

17. feb. 2021

Aðgengilegt til

17. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.