Síðdegisútvarpið

15. febrúar

Skotárásin í Bústaðarhverfi um helgina þar sem karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana, hefur vakið óhug meðal þjóðarinnar en talað er um málið tengist uppgjöri í undirheimunum. Rannsókn málsins er í fullum gangi og í algjörum forgangi hjá lögreglunni sem verst allra frétta af málinu. Við heyrum í Ásgeiri Þór Ásgeirssyni yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu og ræðum við hann um aukna hörku í undirheimunum og hvað lögreglan með á prjónunum til verjast þessari hörku.

Herinn ætlar taka hart á mótmælendum í Mjanmar sem krefjast þess kjörnir fulltrúar verði látnir lausir úr haldi, þar á meðal Aung San Suu Kyi en flokkur hennar vann sigur í kosningum í landinu í nóvember. Herinn segir brögð hafi verið í tafli og sigurinn byggi á kosningasvindli. Þá er þeim sem leggja stein í götu hersins hótað löngum fangelsisdómum. Lokað var á nettengingu landsmanna og hersveitir sendar út á götur víða um landið í morgun. Herinn hrifsaði til sín völd í Mjanmar 1. febrúar, rétt áður en nýkjörið þing átti koma saman. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður ætlar skýra þessi mál betur fyrir okkur.

Fjalla- og síðar þyrluskíðaferðir hafa verið sérgreinar hjá fyrirtækinu Bergmönnum á Tröllaskaga um árabil. Jökull Bergmann hefur áratuga reynslu í leiðsögn um svæðið enda alinn upp á þessum slóðum og þekkir aðstæður vel. Hrafnhildur settist niður með Jökli og ræddi stöðuna hjá þeim og ýmislegt fleira.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ætlar setjast hjá okkur á eftir. er fyrsta djammhelgin baki - en krár og kemmtistaðir opnuðu í síðustu viku eftir langt hlé. Við fáum vita hvernig gekk og eitt annað fleira.

Bryndís Jóhannesdóttir grunnskólakennari fékk miður skemmtilega heimsókn um helgina sem hún getur reyndar kennt sjálfri sér um. Víkingasveitin og sérhæfða sprengjusveit Landhelgisgæslunnar mættu heim til Bryndísar og skipuðu henni rýma húsið í hvelli. Bryndís segir okkur nánar um málið.

Birt

15. feb. 2021

Aðgengilegt til

15. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.