Síðdegisútvarpið

12. febrúar

eru 10 ár síðan PIP-púða málið komst í hámæli. Árið 2011 kom í ljós um 400.000 konur í fjölmörgum löndum höfðu fengið grædda í sig brjóstapúða sem láku og innihéldu iðnaðarsilikon. Rúmlega 400 konur hér á landi fengu PIP-púða í brjóstaaðgerðum frá árinu 2000-2010. Meira en helmingur kvennanna fór í skaðabótamál við framleiðandann og í gær dæmdi franskur áfrýjunardómstóll eftirlitsfyrirtækið TUV Rheinland bótaskylt gagnvart konunum. Lögmaður þeirra segir okkur meira um málið í þættinum.

Alþjóðadagur útvarps er á morgun, laugardaginn 13. febrúar. Við gleðjumst á þessum degi yfir þeim lífseiga miðli sem útvarpið er. Til fagna morgundeginum fáum við til okkar Önnu Marsibil Clausen starfsmann Rásar 1 sem er menntuð í útvarpsfræðum og Bússa eða Björn Þóri Sigurðsson sem var einn af frumkvöðlunum þegar íslenska útvarpsflóran snarbreyttist með tilkomu einkastöðva, en Bússi byrjaði sinn feril á Stjörnunni og hefur verið viðriðinn útvarp síðan.

Kínverjar fagna í dag nýju ári sem er gengið í garð. Það er ár uxans sem tekur við af ári rottunnar. Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands ætlar fræða okkur um málið.

Bjarni Ingimarsson varaformaður Landssambands slökkviliðsmanna braut blað í sögu Síðdegisútvarpsins þegar hann mætti í viðtal til okkar í fyrradag. Hann er nefnilega fyrsti og eini fullbólusetti viðmælandi Síðdegisútvarpsins en hann var nýbúinn seinni sprautuna frá Moderna þegar hann settist hjá okkur. Þegar við sáum fréttir af veikindum slökkviliðsmanna í kjölfar bólusetningarinnar hugsuðum við sjálfsögðu til Bjarna og fórum velta því fyrir okkur hvernig hann hefði það. Við sláum á þráðinn til hans á eftir.

Græni hatturinn hefur um langt árabil verið vinsæll tónleikastaður á Akureyri og fjöldinn allur af tónlistarmönnum komið þar fram og skemmt gestum með lifandi flutningi. hefur staðurinn verið lokaður í 5 mánuði vegna covid faraldursins. Hrafnhildur bankaði upp á hjá eiganda Græna hattsins, Hauki Tryggvasyni og spurði út í stöðuna.

Vestfjarðastofa hefur veitt viðurkenningar fyrir fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða úr hópi þeirra verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum árið 2020. Og í flokki nýsköpunarverkefna var það Sýslið, miðstöð skapandi greina á Hólmavík sem fékk þessa viðurkenningu. En hvað er Sýslið? Ásta Þórisdóttir veit það.

Birt

12. feb. 2021

Aðgengilegt til

12. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.