Síðdegisútvarpið

10. febrúar

Már Gunnarsson tónlistarmaður er þessa dagana vekja athygli á sölu Blindrafélagsins á leiðso?guhunda-dagatalinu til styrktar kaupum á hundum til aðstoða blinda og sjónskerta. Hann er sjálfur á biðlista eftir hundi sem myndi færa hans hæfni, o?ryggi og sja?lfstæði upp a? hærra plan - eins og hann orðar það sjálfur.

Landssamband slökkviliðsmanna hefur sent umsögn til Velferðarnefndar Alþingis vegna breytingar á lögum um slysatryggingar almannatrygginga þar sem Landssambandið óskar eftir því krabbamein hjá slökkviliðsmönnum verði skilgreint sem atvinnusjúkdómur enda krabbamein algengara hjá slökkviliðsmönnum en öðru vaktavinnufólki eins og staðfest hafi verið með rannsóknum. Við tölum við Bjarna Ingimarsson, varaformann félagsins og formann krabbameinsnefndar Landssambands slökkviliðsmanna.

Margir nýbakaðir foreldrar á höfuðborgarsvæðinu kannast vel við það vandamál ekki leikskólapláss fyrir barnið sitt og lenda á biðlista sem er langur. Samkvæmt fréttablaðinu í morgun voru 737 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista í byrjun janúar. Margir leita þá til dagforeldra sem eru sjálfstætt starfandi einstaklingar sem hafa reynst mörgum vel. En hverjar eru kröfurnar til gerast dagforeldri? Arna Hrönn Aradóttir daggæsluráðgjafi svarar því í þættinum í dag.

Við sláum á þráðinn til Spánar þar sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður hefur átt heima undanfarna mánuði ásamt fjölskyldunni. Við spyrjum hana út í daglegt í líf í því landi í Evrópu sem hefur orðið einna verst úti í heimsfaraldrinum.

Við lítum einnig um öxl og tölum við Sverri Hreiðarsson eða Jolla eins og hann er kallaður. Árið 1997 var Sverrir heppni á tónleikum Sting í Laugardalshöll. Sverrir var dreginn upp á svið og fékk þann heiður syngja eitt lag með goðinu. Við heyrum í Jolla, eða Sverri og fáum söguna af uppákomunni og frægðinni sem fylgdi í kjölfarið.

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður koma best út í nýrri skoðanakönnun á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Það voru landshlutasamtök sveitarfélaganna ásamt Byggðastofnun sem gerður þessa könnun. Við ætlum heyra í fólki á Akureyri í þættinum og vita afhverju það er svona frábært búa þar.

Birt

10. feb. 2021

Aðgengilegt til

10. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.