Síðdegisútvarpið

3. febrúar

Það hafa verið uppi áætlanir um Sundabraut frá Reykjavík yfir eða undir sundin og upp á Kjalarnes, síðan 1975. Eflaust er hugmyndin enn eldri. Og í dag kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra þann kost sem þykir vænlegastur - það er sundabrú yfir Klettsvík í framhaldi af Holtavegi og í Gufunes - kostur þykir töluvert hagkvæmari en jarðgöng undir víkina. Þaðan lægi svo brautin um Geldinganes og Álfsnes, yfir Kollafjörð og upp á Kjalarnes. Þetta eru mörg nes og nokkrar brýr. Sigurður Ingi kemur til okkar.

Hilmar Símonarsson kraftlyftingakappi hjá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar gerði sér lítið fyrir á Reykjavík International Games um helgina og sló þrjú Íslandsmet. Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið sem Hilmar tekur þátt í. Við í Síðdegisútvarpinu sláum á þráðinn til Hilmars sem er á fullu í múrvinnu.

Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um orkuskipti í flugi á Íslandi. Settur verði á fót starfshópur sérfræðinga til móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi. Starfshópurinn geri tillögur og ræði eftirfarandi: a. Hvernig Ísland geti orðið í fremstu röð í orkuskiptum í flugi. b. Hvernig styðja megi við nýsköpun á sviði orkuskipta í flugi. c. Fýsileika landsins með tilliti til veðurfars og þess hvaða innviðir þurfi vera til staðar hér á landi vegna orkuskipta í flugi, m.a. í tengslum við nýsköpun, umhverfisvæna orkugjafa og þátttöku í prófunum og alþjóðlegri þróun orkuskipta í flugi. d. sett verði markmið um byrjað verði nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi fyrir árið 2030 og hvernig áætlun um það samrýmist öðrum áætlunum ríkisins í orkuskiptum, nýsköpun og loftslagsmálum. Jón Gunnarsson þingmaður sjálfstæðisflokks sem flutti tillöguna kemur til okkar.

Portúgalska heil­brigðis­­kerfið er komið þol­­mörkum eftir mikla upp­­­sveiflu far­aldursins þar í landi síðustu vikur og daga. Örfá pláss eru eftir á gjör­­gæslu í öllu landinu og er verið flytja til landsins hjúkrunarfólk, tól og tæki til hjálpa til í ástandinu. Við heyrum í Maríönnu Friðjónsdóttur fjölmiðlara sem hefur haft vetrardvöl í Portúgal undanfarin ár og hún segir okkur betur frá ástandinu þar í landi.

Við forvitnumst líka um Neyðarkall björgunarsveitanna en hefðbunda fjáröflun er hefjast. Og eru björgunarhundarnir settir í fókus. Þórir Sigurhansson hefur þjálfað björgunarhunda í áratugi og þar á meðal eina sérþjálfaða sporhund landsins. Hann verður á línunni.

Birt

3. feb. 2021

Aðgengilegt til

3. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.