Síðdegisútvarpið

2. febrúar

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skrifað forstjóra Disney bréf og lýst yfir vonbrigðum með ekki boðið upp á íslenskt tal og texta á streymisveitu Disney +, því mikið af slíku efni til þegar. Við heyrum í henni á eftir.

Í gær hófst forkeppni Netöryggiskeppni Íslands og stendur forkeppnin til 15. febrúar. Þetta er í annað skipti sem þessi keppni er haldin á Íslandi en með forkeppninni er verið sigta út hverjir taka svo þátt í Netöryggiskeppni Evrópu eða European Cyber Security Challenge sem fer fram í Prag í september á þessu ári. Netöryggiskeppnin er haldin frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og í samvinnu við Menntamálastofnun og fyrirtækið Syndis, sem hefur umsjón með framkvæmd keppninnar. Við heyrum í framkvæmdastjóra Syndis, Valdimari Óskarssyni.

Meðlimir Brimbrettafélags Íslands eru allt annað en sáttir þessa dagana og er ástæðan fyrirhuguð stækkun Sveitarfélagsins Ölfus á hafnargarðinum í Þorláksshöfn. Með stækkuninni mun einn vinsælasti og áreiðanlegasti brimbrettastaður á Íslandi eyðileggjast. Brimbrettafélagið hefur sett af stað undirskriftasöfnun til mótmæla fyrirhugaðri stækkun. Við ræðum við Steinarr Lár formann Brimbrettafélags Íslands.

Í dag bauð Heilsu­gæsl­an á höfuðborg­ar­svæðinu öll­um íbú­um svæðis­ins 90 ára og eldri, þ.e. þeim sem fædd­ir eru árið 1931 eða fyrr, bólu­setn­ingu við kór­ónu­veirunni Suður­lands­braut 34. Við kíktum þangað og ræddum við Margréti Héðinsdóttur hjúkrunarfræðing og nokkra heldri borgara sem búnir voru fyrri sprautuna.

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 1.-5. febrúar með skilaboðum til landsmanna um huga vel heilsunni. Áhersla í ár er á súra orkudrykki sem innihalda koffín og sérfræðingarnir telja við þurfum öll vera betur upplýst um skaðleg áhrif orkudrykkja bæði á almenna heilsu og tannheilsu ungmenna. Íris Þórsdóttir tannlæknir kemur til okkar og fræðir okkur um orkudrykki og tannheilsu.

Birt

2. feb. 2021

Aðgengilegt til

2. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.