Síðdegisútvarpið

29. janúar

Ekkert kórónuveirusmit greindist hér á landi í gær en einn í seinni skimun á landamærum. Ísland hefur verið skilgreint sem grænt svæði af Sóttvarnastofnun Evrópu og er það Evrópuland, þar sem gögn liggja fyrir, sem er með lægstu tíðni kórónuveirusmita. Ísland er þar með farið úr hópi appelsínugulra ríkja þar sem það hafði verið síðan um miðjan nóvember. Þar áður var Ísland skilgreint sem rautt ríki. Það er því óhætt segja staðan góð hér á landi og margfalt betri en í mörgum löndum í kringum okkur. Við ætlum heyra í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á eftir. Hann hefur látið í það skína ef til vill verði takmörkunum aflétt einhverju leyti bráðlega. Við spyrjum hann líka út í bóluefni og deilurnar um afhendingu þess.

Í gær var haldinn kynningarfundur um skipulagsáfor vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti í Bárðardal. lokinni kynningunni voru umræður þar sem fulltrúar framkvæmdarinnar sátu fyrir svörum. Við heyrum í Guðrúnu Sigríði Tryggvadóttur, bónda í Svartárkoti í Bárðardal, sem var viðstödd fundinn í gær og athugum hvernig hljóðið er í íbúum Bárðardals gagnvart fyrirhugaðri virkjun. Gígja Hólmgeirsóttir fréttamaður kynnti sér málið.

Skotárásir á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka hafa vakið mikinn ugg. Færsla varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um borgarstjórinn þyrfti bara „taka því“ byltingin væri „komin heim“ og Dagur þyrfti „byrja á sjálfum sér“ varð til þess varaborgarfulltrúinn vék úr þeim ráðum og nefndum sem hann sat í. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið tekið alvarlega og ummælin hafi verið ólíðandi. Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti bókun á fundi fyrr í dag þar sem nefndin fordæmdi árásina á bíl borgarstjóra og árásir á skrifstofur stjórnmálaflokka. Þar sagði ofbeldið væri aðför samfélaginu og með öllu óásættanlegt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs ætla setjast hjá okkur og ræða þessi mál.

Í gær var fyrsti sólardagur á Siglufirði en sólin hvarf þaðan um miðjan nóvember og hefur ekki sést síðan - fyrr en í gær sökum hárra fjalla. Þessu hefur örugglega verið fagnað þar í bæ, við heyrum í Anítu Elifsen safnstjóra Síldarminjasafnsins.

En við byrjum á kúnni Smugu sem setti á dögunum nýtt íslandsmet í afurðasemi en hún mjólkaði 14.565 kg á síðasta ári og sló þar með fyrra íslandsmet sem var 14. 345 kg á árinu áður. Halldór Jónasson bóndi á Ytri Hofdölum í Skagafirði.

Birt

29. jan. 2021

Aðgengilegt til

29. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.