Síðdegisútvarpið

28. janúar

Ísland fær verstu spillingareinkunn Norðurlandanna í úttekt Transparency International, sem eru alþjóðleg samtök gegn spillingu. Undanfarin ár hefur spillingarvísitalan hér á landi lækkað jafnt og þétt og situr Ísland í 17. sæti á lista yfir lönd þar sem spilling þrífst hvað verst. Til þess land talið laust við spillingu þarf það 100 stigum. Ekkert land nær því, en Nýja Sjáland og Danmörk sitja í efsta sæti listans með 88 stig. Ísland er neðst Norðurlanda í 17. sæti með 75 stig. Ísland deilir 17. sætinu með Eistlandi. Í seinustu mælingu var Ísland í 11. sæti árið 2019 með 78 stig. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samakanna segir okkur meira af þessu á eftir.

Matvælastofnun bendir á skæð fuglaflensa haldi áfram breiðast út víða um heim, m.a. í Evrópu og vill fuglaeigendur hér búi sig undir hertar reglur um sóttvarnir. Við heyrum Brigitte Brugger, dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er í dag. Við ætlum tala við Ölmu Tryggvadóttur, persónuverndarfulltrúa Landsbankans, en hún hefur mikið skoðað persónuvernd barna og ungmenna á netinu og hætturnar sem geta leynst þar.

Á laugardaginn ætlar Hildur Loftsdóttir, rithöfundur, kennari og blaðamaður hafa umsjón með viðburði þar sem hægt verður æfa íslenskuna og hafa gaman í leiðinni.

Degi B. Eggertssyni borgarstjóra var illa brugðið eftir í ljós kom skotið hefði verið úr byssu á bílinn hans, sennilega við heimili hans í Reykjavík. Við heyrum viðtal Höskuldar Kára Schraam fréttamanns við Dag.

Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar sagði frá slökkvibíl sveitarfélagsins sem er til sölu.

Birt

28. jan. 2021

Aðgengilegt til

28. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.