Síðdegisútvarpið

27. janúar

Í morgun ákvað Lögreglan á Norðurlandi vestra í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu lögreglu á Facebook kom fram stór sprunga hafi myndast í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. Við ætlum hringja norður og heyra í Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra í Skagafirði og það nýjasta í stöðunni þar.

Nichole Leigh Mosty var í gær ráðin í stöðu forstöðumanns Fjölmenningarseturs sem staðsett er á ísafirði. Nichole er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Nichole segist vera fyrsta erlenda konan sem fer fyrir ríkisstofnun hér á landi og því um sögulega skipun ræða. Hún kemur til okkar kl. fimm.

Við kynnum okkur einnig leiksýninguna Útlendinginn sem er aftur fara á fjalirnar í Borgarleikhúsinu. Við tölum við höfundinn og eina leikara sýningarinnar, Friðgeir Einarsson. Í sýningunni fjallar Friðgeir um líkfundarmál frá 1970 sem átti sér stað í Ísdal, nálægt Bergen í Noregi þar sem Friðgeir er búsettur.

Fyrir nokkrum árum sagði Ragna Erlingsdóttir upp starfi sínu sem leikskólastjóri til 18 ára á Svalbarðseyri. Ragna ákvað snúa sér alfarið vörulínu úr rababörum. Hugmyndina fékk hún eftir hún skráði sig á námskeið árið 2016, fyrir konur sem hyggja á atvinnurekstur. Við heyrum í Rögnu og forvitnumst um töfra rababarans og hvað hægt gera úr honum.

Næstu helgi er komið hinni árlegu garðfuglatalningu sem Fuglavernd stendur fyrir. Við heyrum í Guðrúnu Láru Pálmadóttur hjá Fuglavernd, sem fer yfir það með okkur hverig við teljum fuglana og hvar við getum nálgast hjálpargögn til greina þá.

Birt

27. jan. 2021

Aðgengilegt til

27. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.