Síðdegisútvarpið

26. janúar

Verðbólga síðustu tólf mánaða mældist 4,3 prósent. Verðbólgan fer þar með yfir varúðarmörk Seðlabankans í fyrsta sinn í sjö ár. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til hafa ákveðnar áhyggjur, en vonast til þess þessi toppur mælist í eitt skipti og gangi svo til baka. Það skipti öllu máli við stöndum saman gegn verðlagshækkunum í landinu. Við ætlum tala við Ernu Björgu Sverrisdóttur aðalhagfræðing Arion banka um þessa þróun.

Fullt staðnám mun hefjast í öllum kennslustundum 1. febrúar nk. í Menntaskólanum við Hamrahlíð en kennsla hefur af stórum hluta til verið með rafrænum hætti síðustu mánuði. Það hlýtur lyfta brúninni hjá nemendum og kennurum skólans, við heyrum í Steini Jóhannssyni rektor skólans í þættinum.

Það voru mikil læti í nokkrum borgum í Hollandi í gærkvöldi þar sem þúsundir mótmæltu framlengdu útgöngubanni stjórnvalda vegna covid 19 faraldursins. Um 150 voru handtekin. Verst var ástandið í Rotterdam þar sem lögregla skaut viðvörunarskotum og táragasi á mótmælendur og flestir voru handteknir þar. Sóley Tómasdóttir býr og starfar í borginni Nijmegen sem fór ekki varhluta af þessum mótmælum. Við heyrum í henni.

Það kemur fyrir við í Síðdegisútvarpinu lítum um öxl og rifjum upp gamlar fréttir. Þennan dag fyrir 30 árum mátti sjá glæsilega mynd á forsíðu DV af Þóri Guðmundssyni sem er ritstjóri fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar ásamt konu hans Önnu Steinu og sjálfum Dalai Lama á góðri stundu. Við hringjum í Þóri og fáum söguna á bak við myndina.

Þorleifur Örn Arnarsson hefur stýrt stórum verkefnum í leikhúsum í Berlín og Hamborg í Þýskalandi undanfarin ár. Það hefur lítið verið hægt sýna undanfarið vegna faraldursins og hann er kominn heim til Íslands en hann er listrænn ráðgjafi við Þjóðleikhúsið - ásamt í því gegna enn stöðu í Þýskalandi. Hann ætlar kíkja til okkar í kaffibolla á eftir.

Hæfileikakeppnin Skjálfti fæðist á Þorlákshöfn í vor. Skjálfti er sunnlensk útgáfa af Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, sem hefur farið fram með góðum árangri í 30 ár. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er sem mun stýra þessum viðburði í Þorlákshöfn.

Birt

26. jan. 2021

Aðgengilegt til

26. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.