Síðdegisútvarpið

22. janúar

Mikil vetrartíð hefur staðið yfir fyrir norðan síðustu daga og siglfirðingar hafa verið lokaðir inni í nokkra sólahringa fyrir utan smá glugga sem opnaðist í gær. Þar er snjóflóðahætta og veðurspáin er ekki góð við heyrum í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi eftir nokkrar mínútur.

Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og göt á rúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar málið. Við ætlum forvitnast um þetta stórfurðulega mál og heyrum í Jóhanni Karli Þórissyni yfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu.

Við ætlum líka heyra af bjórnum Loftur Lager sem er framleiddur til minningar um Loft Gunnarsson sem lést langt um aldur fram og mun allur ágóði af sölu bjórsins renna óskiptur í minningarsjóðinn, sem hefur allt frá stofnun hans unnið bættum hag heimilislausra og jaðarsettra hópa. Við ræðum við Gunnar Hilmarsson einn af umsjónarmönnum sjóðsins.

En við byrjum á kraftaverki. Íslenska þjóðin hefur fylgst grannt með Guðmundi Felix Grétarssyni sem fór nýverið í 15 klukkustunda aðgerð í Frakklandi þar sem græddar voru á hann hendur og axlir. Aðgerðin gekk vel og eftir hafa losnað af gjörgæslu sendi Guðmundur þjóðinni kveðju.

Birt

22. jan. 2021

Aðgengilegt til

22. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.