Síðdegisútvarpið

21.janúar

Leiksýningin Vertu Úlfur! er byggð á nýlegri sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sýningin verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á morgun og Síðdegisútvarpið hitti leikstjórann Unni Ösp Stefánsdóttir á stóra sviðinu. Eini leikari sýningarinnar er Björn Thors eiginmaður Unnar.

getur fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni fengið rafrænt vottorð um það hafi verið bólusett. Markmiðið er greiða för fólks milli landa, þannig einstaklingar geti framvísað bóluefnarvottorði á landamærum og séu þá undanþegnir sóttvarnaráðstöfunum vegna COVID-19 í samræmi við reglur hlutaðeigandi lands. Ingi Steinar Ingason hjá embætti landlæknis ætlar segja okkur betur frá þessu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um andlitsgrímur síðan Covid -19 faraldurinn skall á. Víða er búið herða reglur varðandi notkun gríma og einungis ákveðnar tegundir leyfðar svokallaðar FFP2 grímur. En hvernig skyldi þessu vera háttað hér á landi ? Hvaða grímur nota og hvaða grímur uppfylla ekki skilyrðin sem sett eru ? Við heyrum í Ástu ST. Atladóttur hjúkrunarfræðingi á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins í þættinum.

Í gær voru níu hús rýmd á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Staðan er óbreytt í dag og íbúar vita ekki hvenær þeir geta snúið aftur heim til sín. Gígja Hólmgeirsdóttir fór í dag til Siglufjarðar og talaði þar við Helenu Dýrfjörð, sem er ein þeirra sem þurfi yfirgefa heimili sitt í gær.

Saman fyrir Seyðisfjörð er rafræn listahátíð sem fer fram dagana 25. -31. janúar. Hátíðin er haldin í framhaldi af hamförunum sem dundu á íbúum Seyðisfjarðar þegar aurskriður og flóð hrifsuðu með sér heilu húsin og fjöldi þurfti yfirgefa heimili sín. Ívar Pétur Kjartansson tónlistarmaður er einn þeirra sem ætlar koma fram á þessari hátíð og hann er í símanum.

Birt

21. jan. 2021

Aðgengilegt til

21. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.