Síðdegisútvarpið

20. janúar

Núna klukkan fimm mun Joe Biden sverja embættiseið við Hvíta húsið í Washingtonborg í Bandaríkjunum og verða 46. forseti Bandaríkjanna. Öryggisgæslan er gífurleg af ótta við hryðjuverk eða ofbeldisfull mótmæli, eftir innrásina í þinghúsið fyrir tveimur vikum. Við ætlum heyra í Ingólfi Bjarna Sigfússyni fréttamanni sem er á staðnum og fylgist með.

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum ætlar líka ræða við okkur um viðskilnað Trumps og væntingarnar til Joe Biden og Kamala Harris.

Í dag var sett í loftið upplýsingasíða Almannavarna um stöðu bólusetninga. Við ætlum tala við Víði Reynisson og vita allt um málið.

Við fáum líka heyra viðtöl við leikmenn Íslands á HM í handbolta eftir naumt tap gegn Sviss áðan.

Snemma í morgun féll snjóflóð á skíðasvæðið á Siglufirði. Flóðið skall á skíðaskálanum og skíðaleigunni sem er í gám nálægt skálanu. Tjónið er verulegt þar sem skíðaskálinn fór af grunni sínum. Við heyrum í Agli Rögnvaldssyni svæðisstjóra skíðasvæðisins.

Og núna áðan var ákveðið rýma níu íbúðarhús við tvær götur syðst í byggðinni á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarstig á Norðurlandi hefur verið hækkað í hættustig. Þá er varðskipið Týr á leiðinni norður. Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Birt

20. jan. 2021

Aðgengilegt til

20. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.