Síðdegisútvarpið

18.janúar

Við ætlum forvitnast um verkefni sem meistaranemar í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hafa unnið undanfarið og er tilnefnt til nýsköpnarverðlauna forseta Íslands sem verða afhent í þessari viku. Verkefni er byggt á rannsóknum sem benda til þess með því örva heilabylgjur af gammatíðni, sem dofna verulega í Alzheimers-sjúklingum, hægt stöðva hrörnun eða jafnvel snúa þróuninni á sjúkdómnum við. Bjarki Freyr Sveinbjarnarson meistaranemi í tölvunarfræði við HR segir okkur allt um málið.

Meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag var upplýsingagjöf til smitrakningateymis væri ekki nógu góð

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum eftir því sem hefur liðið á, hafi upplýsingagjöf fólks til smitrakningarteymisins versnað. Við ætlum ræða við Rögnvald hér rétt á eftir og spyrja hann út í þetta og Þorrakúluna sem við erum hvött til tileinka okkur.

Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður sem oftar en ekki er kallaður Pétur Jesú hefur frá því elstu menn muna vakið athygli fyrir sítt og mikið rautt hár og ansi þétt skegg sem undanfarin ár hefur hulið stóran hluta andlits hans. Um helgina sendi Pétur frá sér nýtt lag og myndband sem fólk gapir yfir. Hann þykir sýna mikið hugrekki þar sem hann rakar af sér allt hárið og skeggið í myndbandinu og þar kemur fram nýr maður, eða svo gott sem. Við heyrum í Pétri um myndbandið, lagið Andað og þessa djörfu ákvörðun.

Ísland mætir Marokkó á HM karla í handbolta í Egyptalandi á eftir. Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Portúgal en sigrraði Alsír með yfirburðum 39-24. Við ætlum heyra viðtöl sem Einar Örn Jónsson, okkar maður á HM, tók í gær við leikmenn íslenska liðsins.

Birt

18. jan. 2021

Aðgengilegt til

18. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.