Síðdegisútvarpið

14. janúar

Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif D- vítamíns á heilsu okkar og í morgunblaðiðinu í dag er fjallað um grein sem birtist í bandaríska læknatímaritinu Lancet um áhrif D-vítamíns á Covid -19 sjúkdóminn og hvort það geti verið inntaka D-vítamíns geti hjálpað fólki í baráttunni við sjúkdóminn. Við heyrum í Hannesi Hrafnkelssyni heimilislækni sem hefur kynnt sér þessi mál vel.

Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr.Gunni hefur verið iðinn við skrásetja íslenska tónlistarsögu undanfarin ár. eru Kínverjar farnir teyja sig í viskubrunn Dr.Gunna því er bók eftir hann komin út í Kína. Ógjörningur er fara með titil bókarinnar á kínversku en á íslensku heitir hún Dægurtónlist frá landi elds og ísa. Andri Freyr hitti Dr.Gunna og skoðaði bókina.

Í morgun var greint frá því sjúkrahúsið á Ísafirði hefði verið fært á hættustig vegna kórónuveirusmitsins sem greindist á Landspítalanum í gær. Smitaði sjúklingurinn sem liggur á spítalanum í Reykjavík hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Við ræðum við Gylfa Ólafsson forstöðumann heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í þættinum.

Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum var gestur á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag og skýrði frá mörgu áhugaverðu. Meðal annars þegar heimkomusmitgát hefði verið í gildi hefðu verið dæmi um fólk hefði reynt smygla sér til landsins frá löndum þar sem mikið var um smit og komast hjá sóttkví með því koma hingað í gegnum örugg lönd. Síðan í júní hefði tekist koma í veg fyrir um 600 smit bærust á þennan hátt inn í landið. Hann sagði oft á tíðum væri erfitt fólk til fara í skimun og nefndi ýmis dæmi. Við ætlum heyra það sem hann hafði segja á fundinum.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Portúgal í fyrsta leik okkar manna á HM í Egyptalandi. Þar er Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður og við ætlum heyra viðtöl sem hann tók við leikmenn og þjálfara.

En við byrjum á alvarlegri árás sem var gerð í Borgarholtsskóla í gær. Einn piltur var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. janúar vegna rannsóknar lögreglunnar. Tveir aðrir piltar sem einnig voru handteknir vegna málsins eru lausir úr haldi. Samband íslenskra framhaldsskólanema harmar atvikið í yfirlýsingu í dag. Júlíus Viggó Ólafsson forseti SÍF er í símanum.

Birt

14. jan. 2021

Aðgengilegt til

14. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.