Síðdegisútvarpið

13. janúar

Alvarleg árás var gerð í Borgarholtsskóla fyrr í dag þegar þrír menn vopnaðir hnífum og kylfum ruddust inn í skólann og veittust að nemendum og starfsfólki. Sex voru fluttir burt í sjúkrabílum og eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Fjölmennt lið lögreglu auk sérsveitar ríkislögreglustjóra var kallað út og nemendur sendir heim. Við ætlum að heyra viðtöl fréttastofunnar við nemanda í Borgarholtsskóla sem varð vitni að árásunum og Ársæl Guðmundsson skólameistara.

Þingmenn í Washington ræða nú hvort ákæra eigi Donald Trump Bandaríkjaforseta til embættismissis fyrir hans þátt í því að hvetja til mótmælanna í þinghúsinu í síðustu viku, þegar hópur stuðningsmanna forsetans ruddist inn í þinghúsið með þeim afleiðingum að 5 létust. Það var þrýst á Mike Pence varaforseta að virkja 25 viðauka stjórnarskrárinnar sem hefði orðið til þess að forsetinn þyrfti að víkja - það varð ekki og nú er beðið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslu um ákæru. Þá yrði Donald Trump fyrsti forsetinn í sögunni til að vera ákærður tvisvar af þinginu. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hefur komið víða við frá því hún sigraði ungfrú heim með yfirburðum árið 1988. Nýjasta framtak Lindu eru hennar eigin hlaðvarpsþættir sem heita Lífið með Lindu. Í þeim veitir hún ráð varðandi andlega og líkamlega heilsu. Við heyrum í Lindu til að forvitnast nánar um þættina.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að fólk borði meiri fisk. Það kemur svosem ekki á óvart, en samkvæmt könnun sem samtökin létu gera vilja Íslendingar gjarnan borða meiri fisk. Þessvegna ætla samtökin að hefja átak til að koma fisk í mannskapinn. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi hefur verið lengi í bransanum eins og hann segir sjálfur. Hann hefur rekið gróðrastöðina Lambhaga í Reykjavík í fjöldamörg ár en nú hefur hann reist 7.000 fermetra stálgrindarhús undir salatrækt að Lundi í Mosfellsdal. Þar stefnir hann á enn frekari stækkun og mikla sjálfvirkni enda er ræktunarhlutinn á tveimur hæðum. Hrafnhildur fór í heimsókn í Mosfellsdalinn.

Nú eru sex dimmustu vikur vetrar að baki og sólin rísa á ný. Hómvíkingar fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi. Allt þetta á að sameyna á hátíð sem heitir Vetrarsól, Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og ein af skipuleggjendum veit meira um málið.

Birt

13. jan. 2021

Aðgengilegt til

13. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðmundur Pálsson og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir