Síðdegisútvarpið

8. janúar

Slökkvilið var kallað út snemma í morgun vegna bruna í úrgangi á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Þar brann meðal annars dekkjakurl og fleira. Við heimsóttum Álfsnes áðan og spjölluðum við Eið Guðmundsson staðarstjóra þar.

Líklega hefur almenningu sjaldan eða aldrei verið jafn meðvitaður um bóluefni, hvað þau heita, hvenær þau koma og hvernig þau virka - eða hvað ? Vitum við kannski lítið sem ekki neitt. Ágúst Kvaran prófessor í efnafræði kemur til okkar á eftir og ræðir bóluefni á mannamáli.

Kamilla Einarsdóttir rithöfundur er komin í Stykkishólm og freistar þess byrja á nýrri bók. Það er áhugavert fylgjast með ferðalaginu og í gær fékk hún vita hún fengi rithöfundarlaun og það í fyrsta skipti. Við hringjum vestur í Stykkishólm og heyrum í Kamillu.

Samkvæmt tillögum frá sóttvarnarlækni stendur til rýmka reglur eftir helgina. Líkamsræktarstöðvum verðu þá gert kleypt opna með vissum skilyrðum . Við heyrum í Gurrý á YAMA og spyrjum út í fyrirhugaða opnun og hvernig við eigum peppa okkur áfram svona í upphafi árs.

En við byrjum á aðstoða hlustendur. Þættinum barst bréf frá hlustenda á höfuðborgarsvæðinu sem "svaf yfir sig" með losa sig við jólatréið. Viðkomandi leitar ráða og við settum okkur í samband við Bjarna Brynjólfsson hjá Reykjavíkurborg sem lumar á góðum ráðum.

Birt

8. jan. 2021

Aðgengilegt til

8. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.