Síðdegisútvarpið

6.janúar

á tímum Covid 19 hafa samkomutakmarkanir haft það í för með sér streymt er frá útförum í kirkjum landsins. Margir telja það vera til bóta koma til móts við vini og ástvini en sumir telja ljóst umræðu skorti um hvernig þessum málum skuli háttað. Við ætlum ræða þessi mál við Guðrúnu Karls- og Helgudóttur prest í Grafarvogskirkju.

Eygló Harðardóttir kemur til okkar á eftir en hún stýrir aðgerðarteymi gegn ofbeldi, ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Meðal þess sem teymið kom á laggirnar er sameiginleg rafræn gátt á 112.is, fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur. Og hefur efni gáttarinnar verið þýtt á ensku og pólsku.

Það lítur út fyrir demókratar hafi tryggt sér bæði sætin í bandarísku öldungadeildinni sem kosið var um í Georgíuríki í gær. Það eru góðar fréttir fyrir nýjan forseta - Joe Biden. Á sama tíma reynir Trump forseti til þrautar úrslitum kosninganna hnekkt - með engum árangri. Símtal hans og innanríkisráðherra Georgíuríkis vakti mikla athygli en þar biður Trump ráðherrann „finna“ nógu mörg atkvæði til þess úrslit forsetakosninganna í ríkinu yrðu honum sjálfum í hag. Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingur ætlar fara yfir þessi mál með okkur á eftir.

Það er oftast mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum á þrettándanum og mikil hátíðarhöld. En þrettándinn verður á lágstemmdum nótum. Við sláum á þráðinn til Írísar Róbertsdóttur bæjarstjóra í Eyjum og heyrum hvernig stemningin er þar.

Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Portúgal í kvöld án fyrirliðans Arons Pálmarssonar sem er meiddur. Arnór Þór Gunnarsson ber fyrirliðabandið í hans stað í kvöld. Einar Örn Jónsson ætlar aðeins hita upp fyrir leikinn og segja okkur frá HM sem hefst í Egyptalandi í næstu viku.

En við byrjum á deginum í dag en það er einmitt þrettándinn og þá nota margir tækifærið og kveðja jólin með stæl og sprengja síðustu sprengjurnar og kveikja á síðustu blysunum. Það eru ákveðnar reglur í gangi og til fara betur yfir þær með okkur er Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun á línunni.

Birt

6. jan. 2021

Aðgengilegt til

6. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.