Síðdegisútvarpið

17. desember

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist búast við því hjarðónæmi í samfélaginu náist ekki fyrr en um mitt næsta ár, jafnvel síðar. Hæg afhending á bóluefni og minna magn en áætlað var valdi því stokka þurfi upp forgangsröðun hópa fyrir bólusetningu. Hann fór rækilega yfir þetta á upplýsingafundi fyrr í dag. Við heyrum það.

Áhöfninni á togveiðiskipinu Pálínu Þórunni brá heldur betur í brún í gær þegar tundurdufl kom í veiðafærin þegar skipið var við veiðar út frá Sandgerði. Það kom til hafnar á sjöunda tímanum í gærkvöldi og losaði sig við tundurduflið með dyggri aðstoð sérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Við ræðum við skipstjórann Snorra Snorrason sem aftur er kominn út á haf á Pálínu Þórunni.

Það sem af er þessu ári af orðið meira en 200 brunar og í fjórum af þessum brunum hefur fólk látið lífið. er í fullum gangi landsátak Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunavarnir - Eldklár, þar sem brýnt er fyrir fólki vera með brunavarnirnar í lagi - ekki síst núna fyrir jólin. Eyrún Viktorsdóttir er forvarnafulltrúi HMS.

Sólrún Diego hefur getið sér gott orð fyrir skilvirkar og skemmtilegar aðferðir við skipulag. Svo flink er Sólrún í þessu hún skrifaðu nýlega bókina Skipulag sem nýtur gríðarlegrar vinsælda. Í bókinni kemur hún víða við og fjallar um allt sem snýr eigin skipulagi, fjölskyldunnar og heimilisins. Sólrún kemur til okkar á eftir til ræða Skipulag.

Jólamarkaðir þetta árið eru misjafnir. Einn af þeim er jólamarkaður Hulla og Þrándar. Á þeim markaði sitja þeir félagar sveittir þar sem Hugleikur Dagsson teiknar eftir pöntun og Þrándur málar í beinni. Það fer hver verða síðastur leggja inn pöntun þar sem markaðinum lýkur í kvöld. Hugleikur segir okkur frá.

Birt

17. des. 2020

Aðgengilegt til

17. des. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.