Síðdegisútvarpið

14.des

Fólk sem veiktist alvarlega af COVID-19 er í aukinni áhættu á einkennum þunglyndis og áfallastreitu í kjölfar veikindanna og svipaðar vísbendingar eiga við um þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19. Þetta sýna frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum COVID-19 sem vísindamenn Háskóla Íslands, Landspítala, Embættis landlæknis og sóttvarnarlæknis standa að. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands fer betur yfir þessar fyrstu niðurstöður.

Á miðnætti taka gildi mjög strangar reglur vegna faraldursins í Hollandi. Sóley Tómasdóttir í Amsterdam ætlar segja okkur meira.

Í gær lenti rússnesk flugvél sem notuð hefur verið til herflutninga á Keflavíkurflugvelli með nýtt veirugreiningartæki til notkunar á sýkla - og veirufræðideild LSP. Með tækinu verður hægt greina allt fjögur þúsund sýni á sólarhring og tækið kostar um hundrað milljónir króna. Karl Kristinsson yfirmaður sýkla og veirufræðideildar Lansdpítalans kemur til okkar á eftir.

Við ætlum líka hringja í Sesselíu Birgisdóttur framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála hjá Póstinum. Það er brjálað gera hjá Póstinum og einhverjir farnir pirra sig á því pakkar séu lengi á leiðinni.

En fyrst ætlum við forvitnast um tímaritið Landnámshænuna sem var koma út. Við erum komin í samband við Magnús Ingimarsson, ritstjóra tímaritsins og ritara Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna, sem gefur blaðið út.

Birt

14. des. 2020

Aðgengilegt til

14. des. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.