Síðdegisútvarpið

30. nóvember

"Hvergi meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi," þannig hljómar fyrirsögn á ruv.is og það er ekki laust við maður kippist við þegar maður les svona. Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 10,4 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er mesti samdráttur á þriðja ársfjórðungi í þeim Evrópulöndum sem hafa birt bráðabirgðaniðurstöðu sína. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka ætlar fara aðeins yfir málin með okkur.

Rjúpnaleysið þetta árið er ekki bara gera skyttum og unnendum rjúpunnar lífið leitt. virðist rjúpnaleysið vera hafa, vægt til orða tekið, slæm áhrif á fálkana. Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í þessum mánuði og er talið hægt rekja þessi dauðsföll til skorts á rjúpum. Ólafur Karl Nielsen veit meira um málið.

Gallup gerði heilmikla könnun fyrir Ferðamálastofu um rekstur ferðaþjónustunnar síðasta sumar og hvernig stuðningsaðgerðir stjórnvalda nýttust í þeirri erfiðu stöðu. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri ætlar fara yfir þetta með okkur á eftir.

Fyrrverandi forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson situr ekki auðum höndum þessa dagana frekar en venjulega. Nýlega kom út bók eftir Ólaf sem heitir Sögur handa Kára. Ólafur er líka búinn lesa Sögur handa Kára inn fyrir Storytel og það líka hlusta á það á Spotify. Ólafur segir okkur betur frá bókinni og af hverju þær séu eyrnamerktar Kára Stefánssyni.

Ari Bragi Kárason trompetleikari og spretthlaupari ætlar segja okkur frá þjónustu sem hann ætlar bjóða upp á í aðdraganda jólanna ásam píanó- og harmónikkuleikaranum Kjartani Valdimarssyni.

Birt

30. nóv. 2020

Aðgengilegt til

30. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.