Síðdegisútvarpið

27. nóvember

í dag var Loftslagsviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar afhent en í dag er einmitt 5 ára afmæli Par­ís­arsátt­mál­ans en þá undirrituðu þjóðir heims það markmið halda hlýnun jarðar innan við og þá helst nærri 1,5°. Landspítialinn fékk viðurkenninguna í ár fyrir draga úr kolefnislosun um 40% frá árinu 2016. Við heyrum í Líf Magneudóttur borgarfulltrúa og formanni dómnefndar Loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar.

Bóluefni eru mikið í umræðunni þessa dagana og heimsbyggðin hefur eflaust aldrei verið upplýstari um mikilvægi bólusetninga eins og nú. Á Svörtum föstudegi ætlar UNICEF bjóða upp á 50% verðhækkun á bólusetningapakkanum okkar á sannargjafir.is og gildir tilboðið einungis þann dag. Mikael Jónsson verkefnastjóri UNICEF veit meira um málið

Atli Örvarsson tónlistarmaður er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. Við heyrum í Atla.

Fyrr á þessu ári fylgdumst við í Síðdegisútvarpinu með ævintýrum John Snorra Sigurjónssonar sem reyndi þá klífa K2 fyrstur manna vetrarlagi. Leyðagurinn gekk ekki sem skyldi og þurftu John Snorri og hans menn frá hverfa. John Snorri gerði allt annað en fara heim og snúa sér öðru. Hann byrjaði strax skipuleggja næstu ferð og er hann aftur kominn út því hann neitar gefast upp og játa sig sigraðan fyrir K2. Við sláum á þráðinn til John Snorra sem er staddur í Skardu í Pakistan.

Við heyrum í Þórólfi Guðnasyni um fjölgun smita og ástæður þess hann viljið bíða með aflétta hömlum í sóttvörnum.

En fyrst - er tími árs þar sem kökufeflin og hrærivélarnar eru tekin fram. Fólk bakar þó mismikið og við ýmis tækifæri. Í dag klukkan sex hefst áheitabakstur sem stendur yfir í heilan sólahring. Þær sem fengu hugmyndina er afmælisnefnd kvennfélagssambands Íslands. Tilefnið er landssöfnunin Gjöf til allra kvenna á Íslandi sem hefur staðið yfir frá 1.febrúar og mun standa yfir til 1.febrúar 2021. Eva Michelsen veit meira um málið.

Birt

27. nóv. 2020

Aðgengilegt til

27. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.