Síðdegisútvarpið

23. nóvember

Banda­ríski fréttamiðill­inn Bloom­berg sagði af því fréttir í morgun á Íslandi væri leit­ast við end­ur­ræsa ferðamannaiðnaðinn en ein­ung­is fyr­ir ríka ferðamenn. Þar er vakin athygli á því í lok októ­ber hafi rík­is­stjórn­in gert breyt­ing­ar á vega­bréfs­árit­un­um fyr­ir þá sem vilja stunda hér vel launaða fjar­vinnu en búa utan Schengen svæðis­ins. Við ætlum heyra í Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra hjá samtökum ferðaþjónustunnar við þessari frétt.

Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær. En hvað þýðir sjötíu prósenta vikni? Ingi­leif­a Jóns­dótt­ir , pró­fess­ors í ónæm­is­fræði útskýrir það fyrir okkur í þættinum.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir íbúi í Hafnafirði lenti í miður skemmtilegri lífsreynslu þegar fjórir lögregluþjónar komu á heimili hennar vegna gestagangs. Nokkrir vinir sextán ára sonar Þórdísar voru samankomnir á heimili hennar vegna kvöldvöku á vegum stjórnar Versló sem haldin var á netinu. Lögregluþjónarnir komu á hemili hennar klukkan hálf tólf kvöldi og sögn Þórdísar var viðmót þeirra allt annað en notalegt og einn af þeim hafi gert sér lítið fyrir og byrjað gjægast inn um glugga heimilisins. Við heyrum í Þórdísi í þættinum í dag.

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hærri en hún var í nýliðinni sláturtíð, meðalþyngdin var 16,99 kíló. En hverju þakka menn því lömbin komi svo vel haldin af fjalli - Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Norðlenska á Húsavík segir okkur allt um það.

En við byrjum Fyrir rúmu ári síðan kviknaði hugmynd á Egilstöðum stofna rafíþróttardeild Hattar og var kveikjan innslag í fréttaskýringaþættinum Kveik. Umsóknarferlið var klárað og umsókn samþykt. En þá er bara hálfur sigurinn unninn. Sigrún Jóna Hauksdóttir einn stofnandi deildarinnar og móðir tölvuleikjaspilara veit meira um málið

Birt

23. nóv. 2020

Aðgengilegt til

23. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.