Síðdegisútvarpið

18.nóvember

Blóðskimun til bjargar er ein viðamesta rannsókn Íslandssögunnar. Blóðsýni hafa verið tekin úr um 70.000 manns og þau skimuð fyrir mergæxli, sem er alvarlegur sjúkdómur. fer þessari rannsókn ljúka. Við heyrum í Sigurði Yngva Kristinssyni sem hefur yfirumsjón með rannsókninni.

Háskólastúdentar segja óábyrgt af Háskóla Íslands ætla halda lokapróf fyrir mörg hundruð nemendur í húsnæði skólans. Í gær heyrðum við í forseta Stúdentaráðs, sem gagnrýnir þetta fyrirkomulag og telur sóttvarna ekki nægilega gætt. Við ætlum heyra í Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskólans.

Árni Pétursson ætlar kíkja til okkar á eftir. Hann sinnir umfangsmiklum störfum framkvæmdastjóra Nike Team héðan frá Íslandi, þó starfsemin öll í Evrópu.

flykkjast krakkarnir aftur í íþróttir eftir reglur um samkomutakmarkanir voru rýmkaðar. Við heyrum í Olgu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Gerplu, sem hefur verið taka á móti íþróttaþyrstum börnum í allan dag.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru veitt í dag. Þá hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland, sem er eina ferðaþjónustu- og viðburðarfyrirtæki landsins sem einblínir á þarfir og menningu hinsegin fólks, sérstaka viðurkenningu. Hannes Páll Pálsson meðeigandi Pink Iceland verður á línunni.

Birt

18. nóv. 2020

Aðgengilegt til

18. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.