Síðdegisútvarpið

12. nóvember

Íslandsbanki hefur sett sér það markmið verða kolefnishlutlaus árið 2025. Hvernig fer banki því og hvaða áhrif hefur það á lánveitingar og eignasafn bankans til dæmis? Gunnar Sveinn Magnússon hjá Íslandsbanka segir okkur betur frá því.

Það kom fram Úrval-Útsýn hef­ur fellt niður öll bein flug til Teneri­fe og Kanarí frá 19. des­em­ber til 31. janú­ar. En ætlaði einhver fara þangað á þessum tíma? Við spyrjum Þórunni Reynisdóttur forstjóra út í það og ýmislegt fleira er tengist ferðalögum á milli landa.

Leikur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta við Ungverja í kvöld er afar mikilvægur - enda hreinn úrslitaleikur um þátttökurétt á EM næsta sumar. Örvar Jens Arnarson og Hannes Sigurðsson eru í Búdapest og ætla vera einu fulltrúar íslenskra fjölmiðla þar - fyrir fótbolti.net. Þeir keyrðu frá Vín.

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fór fram í beinni útsendingu á RÚV.is fyrr í dag. FKA hratt verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum. Við ræðum við einn fyrirlesara, Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra Kjarnans en hann hefur skoðað kynjastöðuna í stjórnum helstu fyrirtækja og stofnana landsins.

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls stóðu í ströngu í gær við senda út og afgreiða hamborgara til bæjarbúa Sauðakróks í gær. Alls seldust 424 hamborgarar. Við í Síðdegisútvarpinu sláum á þráðin til fyrirliðans Bryndísar Rutar Haraldsdóttur og forvitnumst um gjörninginn.

í gær skrifaði Þórdís Bragadóttir í færslu á facebook - "Hef aldrei upplifað annað eins...það kom fálki í heimsókn." Með færslunni fylgdi myndband af fálka á garðborðinu hennar í Fossvoginum sem gæddi sér á bráð í mestu makindum. Við heyrum í Þórdísi.

Birt

12. nóv. 2020

Aðgengilegt til

12. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.