Síðdegisútvarpið

4. nóvember

Það segja spennan vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafi verið nánast óbærileg eftir tölur fóru berast. Staðan er ótrúlega jöfn og tvísýnni en spár gerðu ráð fyrir. Þá er útlit fyrir endanleg úrslit verði ekki komin á hreint fyrr en eftir einhverja daga.Trump sagði í ávarpi í raun væri hann sigurvegari kosninganna og talaði um svik við kjósendur. Hann hefur gagnrýnt atkvæðagreiðslur utan kjörfundar harðlega. Við ætlum heyra í Baldri Þórhallssyni prófessor í stjórnmálafræði og okkar manni í Bandaríkjunum, Ingólfi Bjarna Sigfússyni fréttamanni.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er í sóttkví á Bessastöðum þar sem hann hefur komið sér í kjallara í íbúðarhúsi sínu. Starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna og var þess vegna gripið til þessa ráðs. Við sláum á þráðinn til Guðna og heyrum í honum hljóðið.

Eins og hlustendur Síðdegisútvarpsins vita þá er sannkallaður jólaandi yfir íbúum Borgarbyggðar, þrátt fyrir það aðeins 4.nóvember. Ekki nóg með það þegar búið skreyta í Borgarbyggð þá eru íbúar búnir taka höndum saman á fésbókarsíðu sem þau nefna Samhugur í Borgarbyggð. Tilganurinn er aðstoða þá sem á á þurfa halda á þessum erfiðu tímum: safna jólagjöfum, gjafabréfum og matarpökkum. Einnig leggjast allir í hópnum á eitt til hjálpa jólasveinunum svo ekkert barn verði útundan þegar kemur jólagjöfum. Við ræðum við Lindu Kristjánsdóttur sem er einn af stofnendum hópsins.

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur haldið uppi kennslu á unglingastigi í húsnæði í eigu Sigló hótels á Siglufirði. Skólastjórinn, Erla Gunnlaugsdóttir segir þetta „algjöra himnasendingu," því elstu nemendurnir þurfi ekki vera í fjarnámi eins og í fyrstu bylgju faraldursins. Við heyrum í Erlu.

En við byrjum á nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir tryggingafélagið VÍS, á símanotkun landsmanna undir stýri. Þar kemur fram stór hluti ökumanna noti símann á meðan þeir keyra. Ágúst Mogensen er sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS og sérhæfir sig í umferðaröryggismálum. Hann er í símanum - vonandi ekki undir stýri samt.

Birt

4. nóv. 2020

Aðgengilegt til

4. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.