Síðdegisútvarpið

2.nóvember

Skólastjórinn í Lundarskóla á Akureyri er í sóttkví skipuleggja breytt skólahald vegna hertra sóttvarnarregla. Hann er einn af 18 starfsmönnum og 43 nemendum sem þurfa vera í sóttkví fram á föstudag eftir kennari við skólann greindist. Við heyrum í skólastjóranum, Elíasi Gunnari Þorbjörnssyni.

Útsendari RÚV í Bandaríkjunum, Ingólfur Bjarni Sigfússon fylgist grannt með forsetakosningunum sem fara fram á morgun. Hann verður á línunni.

Fyrirtækið Carbon Iceland vill reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík og fanga þar koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þannig verði framleitt eldsneyti og afurðir til matvælaframleiðslu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 140 milljarðar króna og það á skapa þrjú til fimm hundruð störf. Carbon Iceland ehf. hefur gert samkomulag við kanadískt hátæknifyrirtæki sem hefur þróað aðferð til hreinsa koltvísýring, beint úr andrúmslofti. Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Carbon Iceland ætlar segja okkur allt um málið.

Hestamenn hafa vakið athygli á því undanfarið mikil umferð á reiðvegum á höfuðborgarsvæðinu. Það er gangandi, hlaupandi og hjólandi fólk en líka mótorhjól og jafnvel stærri farartæki. Sverrir Einarsson formaður Hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi og Garðabæ verður á línunni.

Og svo er það grímunotkun í verslunum, Víðir Reynisson minnti á það á upplýsingafundi dagsins brögð væru því fólk neitaði nota grímur og væri jafnvel dónalegt við starfsfólk verslana í því sambandi við heyrum í Elínu Gautadóttur sem er verslunarstjóri í Hagkaup Garðabæ

En við byrjum á jólastemningu. Það hefur aðeins borið á því undanfarið fólk farið setja upp jólaljós og skraut - sem hlýtur teljast óvenju snemmt. Líklega hefur það eitthvað með ástandið í samfélaginu gera og um gera lýsa upp skammdegið. Borgarbyggð hefur tekið frumkvæði íbúa þar fagnandi og ætlar taka þátt í fjörinu og byrja skreyta, Þórdís Sif sigurðardóttir sveitastjóri Borgarbyggðar.

Birt

2. nóv. 2020

Aðgengilegt til

2. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.